Segir það „slæmt þegar lífsnauðsynlegt lyf fæst ekki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. september 2019 19:30 Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt. Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi undanfarin misseri. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands frá því í gær að á hverjum tíma skorti 70-80 lyf. Ef lyf er ekki til og ekki heldur skráð samheitalyf er lokaúrræðið að fá undanþágulyf sem hefur þá ekki verið skráð hjá Lyfjastofnun.Læknir þarf að skrifa uppá slíkt og er um leið ábyrgur fyrir aukaverkunum þeirra sem Læknafélag Íslands telur óeðlilegt.Gríðarleg óþægindi Geir Ólafsson söngvari er einn þeirra sem þarf nauðsynlega á lyfi að halda og það getur reynst hættulegt ef hann fær það ekki mjög reglulega. Í sumar fór hann í ferð með fjölskyldunni út á land og ætlaði að sækja lyfið í apótek í Borgarnesi. „Éghef nokkrum sinnum lent í að lyfið hefur ekki verið til og þá hefur þurft að sækja um undanþágulyf sem er bæði tímafrekt og óþægilegt en þetta var versta tilfellið. Þá var ég staddur úti á landi og þurfti nauðsynlega á lyfinu að halda og fór í apótek en lyfseðillinn er í lyfjagáttinni. Þar kom hins vegar í ljós að lyfið var ekki til og ekki heldur samheitarlyfið. Mér var tjáð að ég þyrfti að fá nýjan lyfseðil hjá lækni fyrir undanþágulyfi sem hefur sömu verkun. Það var því ekki um annað að ræða en að kveðja fjölskylduna úti á landi og ég húkkaði mér far í bæinn til að redda lyfinu. Á leiðinni þangað fann ég fyrir því líkamlega að lyfið skorti og þetta tók á andlega þannig að þetta var gríðarlega óþægilegt,“ segir Geir. Við tók svo nýtt ferli í Reykjavík. „Þar hafði ég samband við lækninn minn til að fá undanþágulyf og í áframhaldinu upphófst leit að finna rétt lyf í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska ekki neinum að lenda í þessu því þetta er mjög óþægilegt. Við eigum að gera þær kröfur í landi eins og Íslandi að svona staða komi ekki upp hjá fólki,“ segir Geir. Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að einfalda ferlið fyrir undanþágulyf.Þarf að einfalda kerfið í kringum undanþágulyf Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg, „Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur. Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum. „Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira