Mikið rusl frá Íslandi á Jan Mayen Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. september 2019 21:30 Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga. Noregur Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Jarðfræðingur sem var við rannsóknir á Jan Mayen nýverið blöskraði rusl og plastmengun í og við strendur eyjunnar. Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna er rusl sem að einhverju leiti hefur ferðast um þúsund kílómetra leið yfir hafið, frá Íslandi. Í ágústmánuði fóru nokkrir jarð- og jöklafærðingar til Jan Mayen í rannsóknarleiðangur. Helga Kristín Torfadóttir vann þar að doktorsritgerð í eldfjalla- og bergfræði og safnaði sýnum fyrir verkefnið.Helga Kristín Torfadóttir, jarðfræðingur ásamt tveimur norskum jöklafræðingum á Jan Mayen.Vísir/Helga KristínVerkefnið tengt hlýnun jarðar Jan Mayen er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Er um 55 kílómetrar að lengd og fá einum komma fimm til fimmtán kílómetrar að breidd. Enginn býr á eyjunni en um átján manns eru þar á vegum norska hersins og dvelja þeir þar sex mánuði í senn. Með verkefninu ætlar Helga ásamt tveimur norskum jöklafærðingum að tengja saman jöklasögu Jan Mayen og eldgosavirknina í þeim tilgangi að geta vonandi sýnt fram á, að með minnkun jökulsins hrindi það af stað eldgosi, því að það létti á jarðskorpunni. Helga segir verkefni í heild tengt loftlagsmálum og það að með hlýnun jarðar muni það í kjölfarið hleypa af stað keðjuverkun eldgosa, þá sérstaklega á Íslandi.Allt frá stígvélum til heilu veiðarfæranna var að finna í fjörum Jan Mayen. Hermenn frá norska hernum týna rusl í tonnatali.Vísir/Helga KristínMikið rusl og þá sérstaklega frá Íslandi vakti athygli „Það er rosalega mikið af plast rusli og þá sérstaklega íslenskt rusl og íslenskar vodkaflöskur, kassar sem stendur á umbúðamiðlun og svoleiðis,“ segir Helga. Helga segir skiljanlegt að rusli úr sjónum berist þangað en hafstraumarnir um eyjuna liggja eins og hálfgerður hvirfill sem dregur með sér sjó frá Íslandi rangsælis og leiðir upp til Jan Mayen. „Ég skildi strax að þetta væri mest allt frá Ísland og talaði við hermennina sem eru þarna þau fara oft að týna rusl og styðjast við það að þetta er margt frá Íslandi,“ segir Helga. Helga fékk þau svör frá hermönnum á svæðinu að á síðasta ári hafi þeir safnað tuttugu og sex tonnum af rusli og það sem af er þessu ári eru þau orðin átján. Helga segir þetta sýna að meira rusl sé í hafinu en fólk geri sér almennt grein fyrir sem hún segir að bregðast verði við. „Ég vill ekki vera að benda á neinn en staðreyndin er sú að það er fullt að íslensku plastrusli úr sjávariðnaðinum á Jan Mayen og á sjávarbotni og það þurfa að gerast einhverjar breytingar því þetta er rosalega mikið,“ segir Helga.
Noregur Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira