Markalaust hjá Dortmund og Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marco Reus reyndi hvað hann gat en honum var ekki ætlað að skora í kvöld
Marco Reus reyndi hvað hann gat en honum var ekki ætlað að skora í kvöld vísir/getty
Dortmund og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í Meistaradeild Evrópu í kvöld þökk sé vítamarkvörslu Marc-Andre ter Stegen.Heimamenn í Dortmund voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og átti Marco Reus tvö frábær færi sem ter Stegen varði vel auk þess að Reus lét landa sinn verja frá sér vítaspyrnu.Julian Brandt komst hvað næst því að skora, fyrir utan vítaspyrnuna, þegar hann setti boltann í þverslána seint í leiknum.Lionel Messi kom inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir Barcelona á tímabilinu en hann gat ekki galdrað fram sigurmark fyrir Börsunga.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.