Innlent

Veifuðu leik­fanga­byssu út um glugga og að öðrum bílum

Atli Ísleifsson skrifar
Piltarnir voru færðir á lögreglustöð.
Piltarnir voru færðir á lögreglustöð. vísir/vilhelm

Lögreglumaður á frívakt tilkynnti í gærkvöldi um bíl á Miklubraut þar sem farþegi var að beina byssu út um glugga hans og að öðrum bílum.

Í skeyti lögreglu segir að bílnum hafi verið ekið í átt að Breiðholti og síðan út á Reykjanesbrautina þar sem lögregla stöðvaði för hans og hafði afskipti af ökumanni og farþega.

Kom þá í ljós að um var að ræða tvo unga menn, sautján og átján ára sem höfðu verið að veifa leikfangabyssu.

Ungu mennirnir voru færðir á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af þeim með aðkomu foreldra og Barnavernd.

Þá segir ennfremur að byssan, sem þó er sögð leikfangabyssa, hafi verið haldlögð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.