Innlent

Skriða lokar veginum yst á Skarðs­strönd

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
X-ið á þessu korti Vegagerðarinnar, nánast efst fyrir miðju, táknar hvar skriða lokar veginum um Skarðsströnd.
X-ið á þessu korti Vegagerðarinnar, nánast efst fyrir miðju, táknar hvar skriða lokar veginum um Skarðsströnd.
Vatnavextir eru nú víða og ekki hvað síst á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á korti Vegagerðarinnar sem sýnir færð á vegum má sjá að vatn flæðir víða yfir vegi í þessum landshlutum og beinir Vegagerðin því til vegfarenda að fara að öllu með gát. Þá lokar skriða veginum yst á Skarðsströnd á Vesturlandi.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvestur- og Vesturlandi vegna mikilla rigning og gul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að aðstoða ferðamenn sem höfðu orðið innlyksa í bíl á vegi við Langavatn. Var vegurinn næstum alveg farinn í sundur vegna mikilla vatnavaxta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×