Erlent

Nýtt safn á að bjarga norsku víkinga­skipunum

Atli Ísleifsson skrifar
Svona á Víkingasafnið á Bygdøy að líta út eftir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Svona á Víkingasafnið á Bygdøy að líta út eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Statsbygg/AART ARCHITECTS
Norska ríkisstjórnin hefur heitið 35 milljónum norskra króna, um 490 milljónum íslenskra króna, til bygginga á nýju víkingasafni á Bygdøy, vestur af höfuðborginni Ósló. Lengi hefur verið fjallað um bága aðstöðu safnsins og að víkingaskipin þar liggi undur skemmdum.„Nú getum við tryggt og passað upp á skipin og safnmuni til framtíðar. Þetta er okkar menningararfur og hann eigum við að passa upp á,“ segir Iselin Nybø, ráðherra rannsókna og æðri menntunar.Í núverandi Víkingasafninu á Bygdøy, sem reist var árið 1913, er að finna gömul víkingaskip sem hafa verið grafin upp frá ólíkum stöðum í Noregi.Áætlað er að kostnaður við nýbyggingar og endurbætur á safninu muni í heildina kosta um 2,5 milljarð íslenskra króna. Fjárveiting norsku ríkisstjórnarinnar nú sé hins vegar næg til að koma verkinu af stað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.