Erlent

Nýtt safn á að bjarga norsku víkinga­skipunum

Atli Ísleifsson skrifar
Svona á Víkingasafnið á Bygdøy að líta út eftir fyrirhugaðar framkvæmdir.
Svona á Víkingasafnið á Bygdøy að líta út eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Statsbygg/AART ARCHITECTS

Norska ríkisstjórnin hefur heitið 35 milljónum norskra króna, um 490 milljónum íslenskra króna, til bygginga á nýju víkingasafni á Bygdøy, vestur af höfuðborginni Ósló. Lengi hefur verið fjallað um bága aðstöðu safnsins og að víkingaskipin þar liggi undur skemmdum.

„Nú getum við tryggt og passað upp á skipin og safnmuni til framtíðar. Þetta er okkar menningararfur og hann eigum við að passa upp á,“ segir Iselin Nybø, ráðherra rannsókna og æðri menntunar.

Í núverandi Víkingasafninu á Bygdøy, sem reist var árið 1913, er að finna gömul víkingaskip sem hafa verið grafin upp frá ólíkum stöðum í Noregi.

Áætlað er að kostnaður við nýbyggingar og endurbætur á safninu muni í heildina kosta um 2,5 milljarð íslenskra króna. Fjárveiting norsku ríkisstjórnarinnar nú sé hins vegar næg til að koma verkinu af stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.