Sport

Norsk Ólympíustjarna lést í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halvard Hanevold er látinn.
Halvard Hanevold er látinn. vísir/getty
Fyrrum Ólympíufarinn, Halvard Hanevold, lést í dag 49 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Asker í morgun.

Norska dagblaðið Budstikka greindi fyrst frá þessu en fjölskylda hans hefur nú staðfest fráfallið. Hanevold keppti í skíðaskotfimi og var einn sigursælasti íþróttamaður Norðmanna.

„Við höfum misst stóra stjörnu. Það er enginn vafi á því,“ sagði Arne Horten, forseti skotfimisambandsinsins í Noregi, við NTB fjölmiðilinn.





Hanevold fór á sextán heimsmeistaramót. Þar náði hann í fimm gullverðlaun, sjö silfur og fjögur bronsverðlaun. Einnig fór hann á fimm Ólympíuleika þar sem hann vann til þrennra gullverðlauna.

Samanlagt náði hann í 22 verðlaun bæði á HM og Ólympíuleikunum en verðlaunin voru í einstaklings- og liðsflokki. Magnaður íþróttamaður.

Síðasta keppni Hanevold var í Noregi árið 2010 en síðan þá hefur hann einnig unnið sem lýsandi hjá NRK.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×