Innlent

Flug­slysa­æfing á Höfn gengur vel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Haldnar eru flugslysaæfingar á flugvöllum landsins á vegum ISAVIA.
Haldnar eru flugslysaæfingar á flugvöllum landsins á vegum ISAVIA. facebook/skjáskot

Í dag er haldin flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli. Æfingin er nú langt komin og hefur gengið vel það sem af er. Æfingin hófst klukkan níu í morgun og er gert ráð fyrir að henni muni ljúka klukkan 16.

Flugslysaæfingin gekk vel. vísir/jóhann

Viðbragðsaðilar á austanverðu Suðurlandi voru kallaðir til í morgun vegna æfingarinnar á Höfn. Æfingin er haldin á vegum ISAVIA og eru sambærilegar æfingar haldnar reglulega á flugvöllum landsins. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook.


Aðgerðarstjórn almannavarna var virkjuð og samhæfingarstöðin í Skógarhlíð mönnuð vegna „slyssins.“

„Samkvæmt æfingaplaninu hlekktist vél með samtals 42 um borð á í lendingu á vellinum. Slys af þeirri stærðargráðu myndi kalla á gríðarlegt viðbragð alls staðar á landinu,“ stendur í færslunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.