Sport

Bjarki Ómarsson með sigur í fyrstu lotu í Finnlandi

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Mjölnir/Ásgeir Marteinsson

Bjarki Ómarsson barðist í gær í Finnlandi. Bjarki kláraði heimamanninn með hengingu í 1. lotu.

Bjarki Ómarsson úr Mjölni mætti Finnanum Joel Arolainen í CAGE MMA bardagasamtökunum í gær. Bardaginn fór fram í 66 kg fjaðurvigt og var þetta þriðji atvinnubardagi Bjarka.

Arolainen reyndi strax að taka Bjarka niður en Bjarki varðist vel. Bjarki náði að grípa um háls Arolainen og læsa „guillotine“ hengingu upp við búrið. Arolainen reyndi að losa sig úr hengingunni en Bjarki herti takið og endaði Arolainen á að gefast upp. Flottur sigur hjá Bjarka og er hann nú 2-1 sem atvinnumaður í MMA.

„Um leið og hann féll niður þá vissi ég að ég væri með henginguna. Þegar hann byrjaði að tappa út fannst mér eins og dómarinn væri ekki að taka eftir því en ég ætlaði sko ekki að sleppa fyrr en dómarinn væri kominn!“ sagði Bjarki við MMA Fréttir.

„Mér leið óvenju vel fyrir bardagann. Ég var mjög stresaður en hef verið miklu stressaðri. Ég var svo ákveðinn í að vinna. Ég var alltaf að segja við sjálfan mig ‘þú ferð ekki upp á hótelherbergi nema með sigur’,“ sagði Bjarki.

Bjarki vonast til að fá annað tækifæri hjá CAGE bardagasamtökunum og gæti fengið næsta bardaga þann 30. nóvember.

MMA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.