Sport

Khabib hoppaði aftur úr búrinu | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Khabib vippar sér úr búrinu í Abu Dhabi.
Khabib vippar sér úr búrinu í Abu Dhabi. vísir/getty

Það fór um marga eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier um nýliðna helgi er Khabib hoppaði úr búrinu beint eftir bardagann.

Hann gerði það líka eftir bardagann gegn Conor McGregor og þá til þess að lúskra á félögum McGregor. Þá aðallega á Dillon Danis.

Rússinn fékk háa sekt og níu mánaða keppnisbann fyrir þá uppákomu. Því skildi enginn hvað hann var að hugsa núna.Þá kom í ljós að hann var að grínast og stökk beint í faðm forseta UFC, Dana White, sem var mikið létt er hann sá að Khabib var ekki með neitt vesen.

Í kjölfarið fór Khabib að faðma vini sína. Hann er enn ósigraður eftir að hafa pakkað Poirier saman í bardaganum.

MMA

Tengdar fréttir

Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242

UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.