Sport

Patrekur setti Íslandsmet á Opna franska meistaramótinu í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Andrés Axelsson og Helgi Björnsson leiðsöguhlaupari Patreks gera sig klára í "startinu“ fyrir 400m hlaupið í gær.
Patrekur Andrés Axelsson og Helgi Björnsson leiðsöguhlaupari Patreks gera sig klára í "startinu“ fyrir 400m hlaupið í gær. Mynd/ifsport.is

Íslenski spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni setti í gær nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi á Opna franska meistaramótinu sem nú stendur yfir í París í Frakklandi.

Samstarf Patreks og Helga Björnssonar, nýs leiðsöguhlaupara Patreks, byrjar því mjög vel. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Patrekur kom í mark á tímanum 58,28 sekúndum en lágmarkið fyrir HM í Dubai í nóvembermánuði er 57,00 sekúndur. Í gær reyndi Patrekur einnig við lágmark í 100 metra hlaupi og kom þá í mark á tímanum 12,43 sekúndur en lágmarkið fyrir HM er að hlaupa á 12,10 sekúndum.

Mótið í Frakklandi er síðasta mótið í Grand Prix mótaröð IPC fyrir HM en lágmarkatímanum fyrir HM í Dubai lykur þann 30. september næstkomandi svo enn er möguleiki fyrir Patrek að ná lágmörkum inn á HM.

Patrekur keppir í dag í 200 metra hlaupi í flokki blindra (T11) en sú grein virkar ekki til lágmarka fyrir HM þar sem flokkur T11 hleypur ekki 200 metra hlaup á heimsmeistaramótinu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.