Fundað vegna tapreksturs Laugardalsvallarins Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2019 09:30 Áhorfendur á leik á Laugardalsvelli. Getty/Abdulhamid Hosbas Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kynnti sex mánaða uppgjör sambandsins á síðasta fundi stjórnar KSÍ sem fram fór áttunda ágúst. Þar kemur fram að flestir liðir í rekstartekjum og gjöldum eru í samræmi við áætlanir en rekstartekjur Laugardalsvallar eru undir áætlun ársins. Rekstrartap vegna Laugardalsvallar í fyrra nam um 25,5 milljónum króna samkvæmt ársskýrslu KSÍ. Var eigið fé Laugardalsvallar neikvætt í árslok um 41,7 milljónir. Klara segir í samtali við Fréttablaðið að tap vegna reksturs vallarins sé svo sem þekkt stærð en vegna fækkunar á knattspyrnuleikjum á Laugardalsvelli eru tekjur ekki eins og gert var ráð fyrir. „Völlurinn er því miður rekinn með tapi ár eftir ár en það er svo sem ekkert leyndarmál,“ segir hún. Á fundi stjórnar KSÍ í júní kemur fram að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi sent bréf frá KSÍ til Reykjavíkurborgar um rekstararsamning vallarins og ástand vallarins. Í framhaldi af því mun formaður og framkvæmdastjóri funda með fulltrúa Reykjavíkurborgar Hún segir að tekjulega sé KSÍ á áætlun og á seinni helmingi ársins eru spilaðir nokkrir heimaleikir í A-landsliðunum. „Við reiknum með ákveðinni miðasölu og vonumst til að þær áætlanir standist. Við erum bjartsýn að miðasala á landsleikina verði góð, við höfum ekki áhyggjur af því að hér verður tómur völlur þegar landsliðin okkar spila. Það kæmi á óvart. Við erum bjartsýn að tekjur verði miðað við áætlanir.“ Fram kom í máli Klöru á fundi stjórnarinnar að rekstrarkostnaður landsliða sé yfir áætlun enda hefur til dæmis bæði flug- og gistikostnaður hækkað umfram það sem gert var ráð fyrir og ekki var gert ráð fyrir úrslitakeppni EM U17 karla í áætlun. „Við settum áætlun saman um leið og U 17 ára liðið komst í úrslitakeppnina á Írlandi sem stóðst nokkurn veginn. En allir sem ferðast á milli landa þekkja og vita að flug- og hótelkostnaður hefur hækkað. Öll flug eru að hækka. Það er ekkert bara til og frá Íslandi, heldur líka erlendis. Við þurftum í vor að kaupa ný flug samdægurs eftir að flug féll niður með SAS sem dæmi og það er dýrt.“Getty/Oliver HardtTökum stundum nesti Stjórn KSÍ ítrekaði mikilvægi þess að formenn landsliðsnefnda rýni vel í kostnað við sín lið og aðstoði við að gæta aðhalds fyrir hvert og eitt landslið. Fjárhags- og eftirlitsnefnd mun standa fyrir innri endurskoðun á samþykktarferlum og öðru slíku í haust í samræmi við hlutverk nefndarinnar. „Þetta snýst um að ekki vera að bruðla. Stundum förum við með nesti fyrir okkar fólk ef við erum að millilenda á dýrum flugvöllum sem dæmi. Tökum þá með okkur samlokur. Einnig má til dæmis nefna að við reynum að semja um þvott fyrir liðin. Við borgum töluvert fyrir þvott og yfirvigt er orðin mjög dýr og fjöldi taska. Við veltum því fyrir okkur hvort við séum að fara með of mikið í hverja ferð. Hvort við þurfum 20 töskur í þetta landsliðsverkefni í staðinn fyrir að ná að troða í færri töskur og svona mætti áfram telja. Við erum að rýna í allsskonar hluti. Við segjum að molar séu líka brauð.“ Hún bendir á að það séu miklar sveiflur, til dæmis þarf ekki annað til að riðla áætlun en að við bætist dýrt innanlandsflug í Evrópukeppnum yngri landsliða.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmHægt að veðja á leiki í yngri flokkum Klara kvað sér einnig til hljóðs á fundinum og benti á að því að sænska happdrættiseftirlitið hefur, á grundvelli nýrra veðmálalaga í Svíþjóð, hafið að sekta veðmálafyrirtæki í landinu fyrir að bjóða upp á veðmál á leiki yngri flokka í knattspyrnu, meðal annars leiki á Íslandi. Samkvæmt nýju lögunum er veðmálafyrirtækjum óheimilt að bjóða upp á veðmál sem tengjast viðburðum þar sem meirihluti þátttakenda eru undir 18 ára aldri. Stjórn KSÍ ítrekaði mikilvægi þess að unnið sé hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að hægt sé að veðja á leiki í yngri flokkum í knattspyrnu á Íslandi. „Yngri flokka leikir hér á landi eru því miður í boði á erlendum vefsíðum. Við vitum af því en getum lítið gert í því. Við gerum aðeins ef okkur berast ábendingar ef það er verið að reyna að hafa áhrif á úrslit leikja. Þá flöggum við því til okkar samstarfsaðila, til dæmis UEFA.“ Í nýrri skýrslu frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýni að 58 leikir í yngri flokkum um allan heim voru merktir vegna grunsamlegra veðmála. Klara segir að ekkert hafi þó komið út úr slíkri könnun en KSÍ fær reglulega ábendingar um misgjörðir. „Við förum ekkert í neina rannsóknarvinnu á slíkum ábendingum. Okkar bakland er UEFA sem tekur við boltanum. Það er alveg ljóst að við viljum efla fræðslu í framtíðinni. Það er það sem við teljum mikilvægast. Það á ekki að vera að setja þá pressu á krakka að það sé verið að veðja á leiki hjá þeim. Þetta eru bara börn að leik.“ Í nýrri skýrslu frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýni að 58 leikir í yngri flokkum um allan heim voru merktir vegna grunsamlegra veðmála. Klara segir að ekkert hafi þó komið út úr slíkri könnun en KSÍ fær reglulega ábendingar um misgjörðir. „Við förum ekkert í neina rannsóknarvinnu á slíkum ábendingum. Okkar bakland er UEFA sem tekur við boltanum. Það er alveg ljóst að við viljum efla fræðslu í framtíðinni. Það er það sem við teljum mikilvægast. Það á ekki að vera að setja þá pressu á krakka að það sé verið að veðja á leiki hjá þeim. Þetta eru bara börn að leik.“Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, leiðir íslenska liðið út á Laugardalsvelli.Getty/Oliver Hardt Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kynnti sex mánaða uppgjör sambandsins á síðasta fundi stjórnar KSÍ sem fram fór áttunda ágúst. Þar kemur fram að flestir liðir í rekstartekjum og gjöldum eru í samræmi við áætlanir en rekstartekjur Laugardalsvallar eru undir áætlun ársins. Rekstrartap vegna Laugardalsvallar í fyrra nam um 25,5 milljónum króna samkvæmt ársskýrslu KSÍ. Var eigið fé Laugardalsvallar neikvætt í árslok um 41,7 milljónir. Klara segir í samtali við Fréttablaðið að tap vegna reksturs vallarins sé svo sem þekkt stærð en vegna fækkunar á knattspyrnuleikjum á Laugardalsvelli eru tekjur ekki eins og gert var ráð fyrir. „Völlurinn er því miður rekinn með tapi ár eftir ár en það er svo sem ekkert leyndarmál,“ segir hún. Á fundi stjórnar KSÍ í júní kemur fram að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi sent bréf frá KSÍ til Reykjavíkurborgar um rekstararsamning vallarins og ástand vallarins. Í framhaldi af því mun formaður og framkvæmdastjóri funda með fulltrúa Reykjavíkurborgar Hún segir að tekjulega sé KSÍ á áætlun og á seinni helmingi ársins eru spilaðir nokkrir heimaleikir í A-landsliðunum. „Við reiknum með ákveðinni miðasölu og vonumst til að þær áætlanir standist. Við erum bjartsýn að miðasala á landsleikina verði góð, við höfum ekki áhyggjur af því að hér verður tómur völlur þegar landsliðin okkar spila. Það kæmi á óvart. Við erum bjartsýn að tekjur verði miðað við áætlanir.“ Fram kom í máli Klöru á fundi stjórnarinnar að rekstrarkostnaður landsliða sé yfir áætlun enda hefur til dæmis bæði flug- og gistikostnaður hækkað umfram það sem gert var ráð fyrir og ekki var gert ráð fyrir úrslitakeppni EM U17 karla í áætlun. „Við settum áætlun saman um leið og U 17 ára liðið komst í úrslitakeppnina á Írlandi sem stóðst nokkurn veginn. En allir sem ferðast á milli landa þekkja og vita að flug- og hótelkostnaður hefur hækkað. Öll flug eru að hækka. Það er ekkert bara til og frá Íslandi, heldur líka erlendis. Við þurftum í vor að kaupa ný flug samdægurs eftir að flug féll niður með SAS sem dæmi og það er dýrt.“Getty/Oliver HardtTökum stundum nesti Stjórn KSÍ ítrekaði mikilvægi þess að formenn landsliðsnefnda rýni vel í kostnað við sín lið og aðstoði við að gæta aðhalds fyrir hvert og eitt landslið. Fjárhags- og eftirlitsnefnd mun standa fyrir innri endurskoðun á samþykktarferlum og öðru slíku í haust í samræmi við hlutverk nefndarinnar. „Þetta snýst um að ekki vera að bruðla. Stundum förum við með nesti fyrir okkar fólk ef við erum að millilenda á dýrum flugvöllum sem dæmi. Tökum þá með okkur samlokur. Einnig má til dæmis nefna að við reynum að semja um þvott fyrir liðin. Við borgum töluvert fyrir þvott og yfirvigt er orðin mjög dýr og fjöldi taska. Við veltum því fyrir okkur hvort við séum að fara með of mikið í hverja ferð. Hvort við þurfum 20 töskur í þetta landsliðsverkefni í staðinn fyrir að ná að troða í færri töskur og svona mætti áfram telja. Við erum að rýna í allsskonar hluti. Við segjum að molar séu líka brauð.“ Hún bendir á að það séu miklar sveiflur, til dæmis þarf ekki annað til að riðla áætlun en að við bætist dýrt innanlandsflug í Evrópukeppnum yngri landsliða.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmHægt að veðja á leiki í yngri flokkum Klara kvað sér einnig til hljóðs á fundinum og benti á að því að sænska happdrættiseftirlitið hefur, á grundvelli nýrra veðmálalaga í Svíþjóð, hafið að sekta veðmálafyrirtæki í landinu fyrir að bjóða upp á veðmál á leiki yngri flokka í knattspyrnu, meðal annars leiki á Íslandi. Samkvæmt nýju lögunum er veðmálafyrirtækjum óheimilt að bjóða upp á veðmál sem tengjast viðburðum þar sem meirihluti þátttakenda eru undir 18 ára aldri. Stjórn KSÍ ítrekaði mikilvægi þess að unnið sé hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að hægt sé að veðja á leiki í yngri flokkum í knattspyrnu á Íslandi. „Yngri flokka leikir hér á landi eru því miður í boði á erlendum vefsíðum. Við vitum af því en getum lítið gert í því. Við gerum aðeins ef okkur berast ábendingar ef það er verið að reyna að hafa áhrif á úrslit leikja. Þá flöggum við því til okkar samstarfsaðila, til dæmis UEFA.“ Í nýrri skýrslu frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýni að 58 leikir í yngri flokkum um allan heim voru merktir vegna grunsamlegra veðmála. Klara segir að ekkert hafi þó komið út úr slíkri könnun en KSÍ fær reglulega ábendingar um misgjörðir. „Við förum ekkert í neina rannsóknarvinnu á slíkum ábendingum. Okkar bakland er UEFA sem tekur við boltanum. Það er alveg ljóst að við viljum efla fræðslu í framtíðinni. Það er það sem við teljum mikilvægast. Það á ekki að vera að setja þá pressu á krakka að það sé verið að veðja á leiki hjá þeim. Þetta eru bara börn að leik.“ Í nýrri skýrslu frá Starlizard Integrity Services, í samstarfi við Stats perform og TXOdds, sýni að 58 leikir í yngri flokkum um allan heim voru merktir vegna grunsamlegra veðmála. Klara segir að ekkert hafi þó komið út úr slíkri könnun en KSÍ fær reglulega ábendingar um misgjörðir. „Við förum ekkert í neina rannsóknarvinnu á slíkum ábendingum. Okkar bakland er UEFA sem tekur við boltanum. Það er alveg ljóst að við viljum efla fræðslu í framtíðinni. Það er það sem við teljum mikilvægast. Það á ekki að vera að setja þá pressu á krakka að það sé verið að veðja á leiki hjá þeim. Þetta eru bara börn að leik.“Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, leiðir íslenska liðið út á Laugardalsvelli.Getty/Oliver Hardt
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira