Sport

Rússnesk frjálsíþróttakona lést á miðri æfingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margarita Plavunova.
Margarita Plavunova. mynd/margarita
Rússneska frjálsíþróttakonan, Margarita Plavunova, lést á æfingu í vikunni eftir að hún fékk hjartaáfall.Plavunova var einungis 25 ára gömul og var rússneskur meistari í grindahlaupi en hún fannst látin í bænum Morshansky District.Hún fékk hjartaáfall á miðri æfingunni samkvæmt frjálsíþróttasambandi Rússlands. Fjölmiðlar í bænum Morshansky segja banameinið hafa verið of mikið æfingaálag.Samkvæmt vitni féll Plavunova skyndilega til jarðar á miðri æfingu þar sem hún var við æfingar í fríi sínu. Íbúi í bænum kom að Plavunova og hringdi á sjúkrabíl en ekki náðist að bjarga lífi hennar.Plavunova var afar öflug í grindahlaupi en hún vann til verðlauna í 60 metra, 100 metra og 400 metra grindahlaupi í heimalandinu.Ekki er talið að andlát hennar hafi borið með saknæmum hætti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.