Sport

Hafnaboltamenn varaðir við stinningarlyfjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tímabilin eru löng í hafnaboltadeildinni sem og ferðalögin.
Tímabilin eru löng í hafnaboltadeildinni sem og ferðalögin. vísir/getty

Svo virðist vera sem hafnaboltamenn í Bandaríkjunum séu að kaupa ólögleg stinningarlyf á keppnisferðum. Það getur verið dýrt spaug.

Að minnsta kosti tveir leikmenn í MLB-hafnaboltadeildinni hafa fallið á lyfjaprófi og greindu frá því að ástæðan væri ólögleg stinningarlyf.

Forráðamenn deildarinnar ákváðu í kjölfarið að senda liðunum, og leikmönnum, tölvupóst þar sem leikmenn voru varaðir við því að kaupa stinningarlyf á bensínstöðvum og öðrum ólöglegum stöðum.

Ef þeir þyrftu á stinningarlyfi að halda ættu þeir að fá lækna félagsins til þess að skrifa upp á lögleg lyf á borð við Viagra og Cialis sem innihéldu engin efni sem gætu fellt þá á lyfjaprófi.

Ef leikmenn falla á lyfjaprófi í deildinni geta þeir verið að fá frá 80 til 120 leikja bann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.