Bíó og sjónvarp

Auddi „hrika­lega spenntur“ fyrir nýjasta verk­efninu

Sylvía Hall skrifar
Þessi tvö munu sjá um að kynna næstu seríu af Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.
Þessi tvö munu sjá um að kynna næstu seríu af Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. Stöð 2
Sjónvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal tekur við nýju hlutverki í vetur þegar hann mun fylla í skarð Evu Laufeyjar Kjaran í þáttunum Allir geta dansað, en Eva Laufey er á leið í hinn heimsþekkta kokkaskóla Le Cordon Bleu í London í haust og mun einnig snúa sér að nýjum og spennandi verkefnum hjá Stöð 2 í framhaldinu. Auddi mun því vera kynnir ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur.Að sögn Audda var það Sigrún Ósk sem var helsta ástæðan að hann ákvað að slá til og taka þátt í næstu þáttaröð. Hann hafi ekki unnið með henni áður en hún sé að hans sögn einn flottasti sjónvarpsmaður landsins.

„Ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu. Ég hef ekki verið í beinum útsendingum síðan Ísland Got Talent var í gangi og var farinn að sakna þess, það er öðruvísi stemning í því,“ segir Auddi sem lofar miklu fjöri í seríunni sem mun hefjast á Stöð 2 í lok nóvember.

Aðspurður hvort hann hafi ekki íhugað að taka þátt í þáttaröðinni sem keppandi segist hann ekki hafa mikla trú á því að hann næði langt. Hann eigi örfá spor sem myndu ekki koma honum á toppinn.

„Ég held að ég sé betri eftir nokkra drykki,“ segir Auddi léttur. 
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.