Nálgaðist konurnar meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 18:45 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar glíma við þroskaskerðingu sem maðurinn er sagður hafa nálgast, meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag og neitar maðurinn sök. Hann hefur jafnframt verið úrskurðaður í nálgunarbann og brottvísun af heimili gegn fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Ákæran gegnum manninum er í fimm liðum en brotin eru sögð hafa verið framin á árunum 2014 til 2018. Í ákærunni kemur fram að brotin hafi verið margskonar. Mörg kynferðisleg, þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Brot mannsins eiga að hafa verið framin á ýmsum stöðum, meðal annars í bíl í Heiðmörk, salerni í verslunarmiðstöð í Holtagörðum og á heimili þeirra og heimili sínu. Í einum ákæruliða er manninum gefið að sök blygðunarsemi með því að hafa á rúmlega tveggja ára tímabili sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi einnar konu er hann beitti hana blekkingum um það hver hann væri og síðan hvers eðlis samband þeirra væri. Notaði maðurinn samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana og fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir af henni sjálfri. Þá er hann ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang í samskiptum sínum við konuna á samskiptaforritinu Messenger árið 2016 hótað að birta opinberlega kynferðislegar myndir sem hún hafði áður sent honum í trúnaði þeirra á milli.Myndirnar sýndu nakin kynfæri hennar og brjóst. Hótanir mannsins voru til þess fallnar að vekja hjá konunni ótta um heilbrigði og velferð sína. Landsréttur hefur einnig úrskurðað manninn í sex mánaða nálgunarbann gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar en í greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreitni og ónæði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu á engum að geta dulist að konurnar séu þroskaskertar. Maðurinn er sagður hafa nálgast þær meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði sem þær voru í. Konurnar gera einkaréttarkröfur á hendur manninum, á bilinu ein til þrjár og hálf milljón króna. Kröfurnar nema saman lagt tíu milljónum króna. Og við þetta er að bæta er að lögmaður mannsins sendi frá sér tilkynningu þar sem hann harmar ótímabæra umfjöllun um málið. Um málarekstur þennan gildi ákvæði laga um lokuð þinghöld og að trúnaður skuli gilda um alla hlutaðeigandi. Hann segir umbjóðanda sinn bera fullt traust til dómstóla og gerir ráð fyrir vandaðri meðferð málsins, þar sem hann verði hreinsaður af öllum ásökunum.Lögmaður mannsins segir umbjóðanda sinn bera fullt traust til dómstóla og að hann verði hreinsaður af ákærum Samkvæmt upplýsingum fréttastofu á engum að geta dulist að konurnar séu þroskaskertar. Maðurinn er sagður hafa nálgast þær meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði sem þær voru í. Konurnar gera einkaréttarkröfur á hendur manninum, á bilinu ein til þrjár og hálf milljón króna. Kröfurnar nema saman lagt tíu milljónum króna. Og við þetta er að bæta er að lögmaður mannsins sendi frá sér tilkynningu þar sem hann harmar ótímabæra umfjöllun um málið. Um málarekstur þennan gildi ákvæði laga um lokuð þinghöld og að trúnaður skuli gilda um alla hlutaðeigandi. Hann segir umbjóðanda sinn bera fullt traust til dómstóla og gerir ráð fyrir vandaðri meðferð málsins, þar sem hann verði hreinsaður af öllum ásökunum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar glíma við þroskaskerðingu sem maðurinn er sagður hafa nálgast, meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði. Málið var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag og neitar maðurinn sök. Hann hefur jafnframt verið úrskurðaður í nálgunarbann og brottvísun af heimili gegn fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar. Ákæran gegnum manninum er í fimm liðum en brotin eru sögð hafa verið framin á árunum 2014 til 2018. Í ákærunni kemur fram að brotin hafi verið margskonar. Mörg kynferðisleg, þar á meðal nauðganir en sömuleiðis hótanir um að drepa sjálfan sig eða birta nektarmyndir af konunum. Brot mannsins eiga að hafa verið framin á ýmsum stöðum, meðal annars í bíl í Heiðmörk, salerni í verslunarmiðstöð í Holtagörðum og á heimili þeirra og heimili sínu. Í einum ákæruliða er manninum gefið að sök blygðunarsemi með því að hafa á rúmlega tveggja ára tímabili sýnt af sér lostugt athæfi og sært blygðunarsemi einnar konu er hann beitti hana blekkingum um það hver hann væri og síðan hvers eðlis samband þeirra væri. Notaði maðurinn samskiptaforritið Messenger í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegum samskiptum við hana og fá hana til að senda sér kynferðislegar myndir af henni sjálfri. Þá er hann ákærður fyrir hótanir með því að hafa í tvígang í samskiptum sínum við konuna á samskiptaforritinu Messenger árið 2016 hótað að birta opinberlega kynferðislegar myndir sem hún hafði áður sent honum í trúnaði þeirra á milli.Myndirnar sýndu nakin kynfæri hennar og brjóst. Hótanir mannsins voru til þess fallnar að vekja hjá konunni ótta um heilbrigði og velferð sína. Landsréttur hefur einnig úrskurðað manninn í sex mánaða nálgunarbann gagnvart fimmtu konunni og barnungri dóttur hennar en í greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreitni og ónæði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu á engum að geta dulist að konurnar séu þroskaskertar. Maðurinn er sagður hafa nálgast þær meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði sem þær voru í. Konurnar gera einkaréttarkröfur á hendur manninum, á bilinu ein til þrjár og hálf milljón króna. Kröfurnar nema saman lagt tíu milljónum króna. Og við þetta er að bæta er að lögmaður mannsins sendi frá sér tilkynningu þar sem hann harmar ótímabæra umfjöllun um málið. Um málarekstur þennan gildi ákvæði laga um lokuð þinghöld og að trúnaður skuli gilda um alla hlutaðeigandi. Hann segir umbjóðanda sinn bera fullt traust til dómstóla og gerir ráð fyrir vandaðri meðferð málsins, þar sem hann verði hreinsaður af öllum ásökunum.Lögmaður mannsins segir umbjóðanda sinn bera fullt traust til dómstóla og að hann verði hreinsaður af ákærum Samkvæmt upplýsingum fréttastofu á engum að geta dulist að konurnar séu þroskaskertar. Maðurinn er sagður hafa nálgast þær meðal annars í gegnum dagvistunarúrræði sem þær voru í. Konurnar gera einkaréttarkröfur á hendur manninum, á bilinu ein til þrjár og hálf milljón króna. Kröfurnar nema saman lagt tíu milljónum króna. Og við þetta er að bæta er að lögmaður mannsins sendi frá sér tilkynningu þar sem hann harmar ótímabæra umfjöllun um málið. Um málarekstur þennan gildi ákvæði laga um lokuð þinghöld og að trúnaður skuli gilda um alla hlutaðeigandi. Hann segir umbjóðanda sinn bera fullt traust til dómstóla og gerir ráð fyrir vandaðri meðferð málsins, þar sem hann verði hreinsaður af öllum ásökunum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot og hótanir í garð þroskaskertra kvenna 55 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem allar eru með þroskaskerðingu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þinghald er lokað eins og tíðkast í kynferðisbrotamálum. 23. ágúst 2019 11:38