Sport

Spenna á lokamóti FedEx mótaraðarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Justin Thomas féll úr efsta sætinu eftir hringinn í dag.
Justin Thomas féll úr efsta sætinu eftir hringinn í dag. Vísir/Getty

Brooks Koepka er efstur eftir annan hringinn á Tour Championship mótinu í golfi en mótið er það síðasta í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn.

Kylfingar komu inn á þetta mót með „forgjöf“ út frá árangri þeirra á mótinu á undan. Justin Thomas kom því inn í mótið á -10, Brooks Koepka á -7 og Rory McIlroy á -5.

Koepka lék vel í dag. Hann lék hringinn á þremur höggum undir pari líkt og McIlroy og er samtals á 13 höggum undir pari. McIlroy og Thomas eru jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Koepka.

Xander Schauffele, sem var efstur ásamt Koepka og Thomas eftir fyrsta hringinn, lék á einu höggi undir pari og er í fjórða sætinu á 11 höggum undir.

Aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum unnu sér þátttökurétt á þessu lokamóti en í boði eru fimmtán milljónir dollara, 1,9 milljarða íslenskra króna, fyrir sigurvegarann. Verðlaunafé sigurvegarans hækkaði um fimm milljónir dollara á milli ára.

Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og stendur útsendingin á morgun yfir frá klukkan 17-22. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.