Sport

Spenna á lokamóti FedEx mótaraðarinnar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Justin Thomas féll úr efsta sætinu eftir hringinn í dag.
Justin Thomas féll úr efsta sætinu eftir hringinn í dag. Vísir/Getty
Brooks Koepka er efstur eftir annan hringinn á Tour Championship mótinu í golfi en mótið er það síðasta í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn.Kylfingar komu inn á þetta mót með „forgjöf“ út frá árangri þeirra á mótinu á undan. Justin Thomas kom því inn í mótið á -10, Brooks Koepka á -7 og Rory McIlroy á -5.Koepka lék vel í dag. Hann lék hringinn á þremur höggum undir pari líkt og McIlroy og er samtals á 13 höggum undir pari. McIlroy og Thomas eru jafnir í öðru sæti, höggi á eftir Koepka.Xander Schauffele, sem var efstur ásamt Koepka og Thomas eftir fyrsta hringinn, lék á einu höggi undir pari og er í fjórða sætinu á 11 höggum undir.Aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum unnu sér þátttökurétt á þessu lokamóti en í boði eru fimmtán milljónir dollara, 1,9 milljarða íslenskra króna, fyrir sigurvegarann. Verðlaunafé sigurvegarans hækkaði um fimm milljónir dollara á milli ára.Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og stendur útsendingin á morgun yfir frá klukkan 17-22. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.