Sport

Ólympíumeistari slapp ótrúlega vel en bíllinn hans er í klessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Rudisha bítur í Ólympíugullið sitt frá því í Ríó 2016.
David Rudisha bítur í Ólympíugullið sitt frá því í Ríó 2016. Getty/Quinn Rooney

Keníamaðurinn David Rudisha er heppinn að vera á lífi eftir að hafa komist í hann krappann í heimalandi sínu um helgina.

David Rudisha er tvöfaldur gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum en hann vann 800 metra hlaupið bæði á ÓL í London 2012 og á ÓL í Ríó 2016. Hann á einnig heimsmetið í greininni sem hann setti árið 2012.Hinn þrítugi David Rudisha slapp með minniháttar meiðsli eftir að hafa lent í mjög hörðum árekstri.

Áreksturinn varð á Kijauri-Keroka þjóðveginum í Nyamira sýslu þegar Easy Coach rúta keyrði aftan á Kilgoris bíl David Rudisha eldsnemma á sunnudagsmorgni. Hlauparinn var þarna á leiðinni heim til sín. Enginn af farþegum rútunnar meiddust í slysinu.

Bíll David Rudisha gjöreyðilagðist í árekstrinum og var hreinlega í klessu á eftir.David Rudisha var fluttur á sjúkrahús og gekk undir rannsóknir. Þar kom hins vegar fram að David Rudisha hafði sloppið ótrúlega vel en hann var aumur í brjóstkassanum og fótunum eftir áreksturinn.

David Rudisha ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar en það var vitað fyrir að hann myndi missa af því vegna meiðsla.

David Rudisha keppti síðast í júlí 2017 og það er því ekki vitað hvernig framtíðin verður hjá honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.