Sport

Lét dómarann heyra það: Þið Frakkarnir eruð allir furðulegir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tsitsipas svekktur í leiknum enda að tapa.
Tsitsipas svekktur í leiknum enda að tapa. vísir/getty

Gríski tenniskappinn Stefanos Tsitsipas stal senunni á US Open er hann drullaði yfir dómarann í leik sínum en sá kom frá Frakklandi.

Tsitsipas var að spila gegn Andrey Rublev og leikur þessara efnilegu stráka var frábær og jafn. Rublev hafði betur.

Deilur Tsitsipas við dómarann byrjuðu snemma er tenniskappinn fékk aðvörun fyrir að ráðfæra sig ítrekað við föður sinni í stúkunni sem einnig er þjálfarinn hans.

Grikkinn fékk svo krampa í fjórða settinu og reyndi ítrekað að kaupa sér aukatíma í von um að jafna sig. Dómarinn lét það ekki viðgangast og þá brjálaðist Grikkinn.

„Hvað hefur þú eiginlega á móti mér? Ég veit ekki hvað það er en líklega af því þú ert Frakki. Þið eruð allir furðulegir. Aðvaraðu mig bara. Mér er alveg sama,“ sagði Tsitsipas og endaði með því að stig var dregið af honum. Það gerði þó ekki útslagið í þessu tapi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.