Innlent

800 tímapantanir biðu starfsmanna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Krabbameinsfélagið segir að aldrei hafi eins margar tímapantanir í krabbameinsskimun beðið starfsfólks Leitarstöðvar félagsins að loknum sumarleyfum og nú. Fram kemur á vef Krabbameinsfélagsins að um 800 tölvupóstar hafi beðið afgreiðslu og að nú sé unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn.Þar er jafnframt haft eftir Halldóru Hálfdánardóttur, deildarstjóra stjórnsviðs Leitarstöðvarinnar, að hún rekji aukninguna til vitundarvakningar.„Vanalega hafa 2-300 tölvupóstar beðið starfsfólks eftir sumarfrí en nú voru þeir 800 og það er enn að bætast í. Það er mun betri þátttaka í skimun almennt síðustu mánuði,“ segir Halldóra og bætir við:„Ég hugsa að það sé samstilltu átaki að þakka, betri kynningu félagsins á starfseminni, áhrifum auglýsinga, sérstaklega á samfélagsmiðlum og fólk er almennt meðvitaðra um mikilvægi skimana.“Krabbameinsfélagið segir að sama skapi að nú sé verið að skrá brjóstamyndatökur í september og að unnið sé að því að fjölga tímum til að stytta biðtíma. Þannig sé búið að bæta við tímum í leghálsskoðanir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár

Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.