Mótið var úrtökumót fyrir Ólympíuleikanna sem fara fram í Tókýó eftir ár. Í þríþraut er keppt í sundi, á hjóli og loks í hlaupi.
Eftir allt þetta komu þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown á sama tíma í mark og ákváðu að leiðast yfir marklínuna.
GB triathlon stars disqualified for crossing finishing line hand-in-handhttps://t.co/3gxsoCKnRe
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 15, 2019
Það er stranglega bannað samkvæmt reglum Alþjóðlega þríþrautarsambandsins voru þær því báðar dæmdar úr leik.
Jessica Learmonth er 31 árs gömul og varð Evrópumeistari í þríþraut árið 2017 auk þess að vinna silfur á Evrópumótinu í fyrra. Georgia Taylor-Brown er 25 ára og hefur unnið til verðlaun á heims- og Evrópumeistaramótum unglinga. Þær koma báðar frá Bretlandi.
Flora Duffy frá Bermúda græddi mikið á þessu því hún hoppaði úr þriðja sæti upp í það fyrsta. Alice Betto frá Ítalíu (silfur) og Vicky Holland (brons) komust síðan báðar inn á verðlaunapall eftir að þær Jessica og Georgia voru dæmdar úr leik.
Efstu konurnar í hlaupinu gátu tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó og þær Jess Learmonth og Georgia Taylor-Brown voru því ekki að keppa á einhverju ómerkilegu eða þýðingarlausu móti.
Alice Betto og hin bandaríska Summer Rappaport, sem varð fimmta, tryggði sér báðar farseðilinn til Tókýó með þessum árangri.