Tvö rauð spjöld á loft og 1-0 sigur Atletico í fyrsta leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir bjuggu til eina mark leiksins
Þessir bjuggu til eina mark leiksins vísir/getty
Atletico Madrid þykir líklegt til afreka í vetur en óhætt er að segja að fyrsti leikur liðsins í spænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið hafi verið ansi einkennandi fyrir þetta baráttuglaða og frábæra varnarlið.Atletico fékk Getafe í heimsókn á Wanda Metropolitano leikvanginn í Madrid í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar La Liga.

Eftir 23 mínútna leik skoraði Alvaro Morata gott skallamark eftir fyrirgjöf enska varnarmannsins Kieran Trippier. Eins og alltaf í leikjum Atletico var hart barist og á 38.mínútu var Jorge Molina, sóknarmanni Getafe, vikið af velli með beint rautt spjald.Skömmu síðar fékk Renan Lodi, vinstri bakvörður Atletico, að líta tvö gul spjöld á sömu mínútunni og þar með rautt spjald. Staðan í leikhléi 1-1 og bæði lið með tíu leikmenn.Eftir tíu mínútna leik sýndi portúgalska undrabarnið Joao Felix snilli sína þegar hann labbaði framhjá varnarmönnum Getafe þar til hann var sparkaður niður í vítateignum og vítaspyrna dæmd. Morata fór á vítapunktinn en David Soria, markvörður Getafe, varði frábærlega.Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 1-0 sigur Atletico Madrid staðreynd.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.