Greind með vefjagigt eftir sautján ára óvissu: „Loksins sinnt sem manneskju en ekki bara feitri stelpu“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2019 15:28 Bríet Ósk ásamt unnusta sínum Þorra. Aðsend Bríet Ósk Moritz hafði upplifað mikla verki í sautján ár þegar hún var loksins greind með vefjagigt, 27 ára gömul. Hún segir lækna hafa tengt verkina við yfirþyngd og hún hafi ekki fengið þá greiningu sem þurfti til fyrr en hún missti hátt í sextíu kíló. Í færslu sem Bríet birtir á Facebook-síðu sinni segist hún hafa farið úr því að vera í yfirþyngd yfir í það að vera manneskja. Hún hafi verið tíu ára gömul þegar hún fékk fyrst að heyra frá læknum að ástæða verkjanna væri einfaldlega sú að hún væri of þung. „Þegar ég var búin að missa þessi kíló var mér loksins sinnt sem manneskju en ekki bara feitri stelpu sem þurfti að létta sig,“ segir Bríet í samtali við Vísi. Í fyrsta sinn leituðu læknar að raunverulegri ástæðu verkjanna og hún látin fara í frekari rannsóknir. Í ljós kom að Bríet þjáðist af alvarlegri vefjagigt og segir hún það hafa verið létti að fá loksins ástæðu verkjanna. Eftir þyngdartapið hafi verið erfitt að horfast í augu við það að verkirnir væru enn til staðar, og í raun mun verri en áður. Töfralausnin sem læknar höfðu talað um reyndist vera engin lausn á vandamálinu.Samfélagslegt vandamál sem einskorðast ekki við heilbrigðiskerfið Bríet segir lækna oft hafa verið búna að greina hana áður en hún gat lýst verkjunum og ástandinu sem hafði verið viðvarandi í öll þessi ár. Þá segir hún viðmótið gagnvart fólki í yfirþyngd vera almennt neikvætt, hún hafi ekki aðeins fengið athugasemdir um holdafar sitt frá læknum heldur frá samfélaginu öllu. „Yfirhöfuð er það þannig að það er allt annað viðmót. Fólk sem hefur misst svona mörg kíló upplifir það að því sé loksins tekið sem manneskju, það er eins og maður sé meira virði. Það er náttúrulega fáránlega sorglegt því maður er sama manneskjan,“ segir Bríet. Hún segir þessi sautján ár af verkjum hafa verið erfiðan tíma og hún hafi í raun og veru þurft að fara í gegnum lífið „á hnefanum“. Verkirnir hömluðu henni í daglegu lífi og það hafi verið sérstaklega sárt að geta oft ekki leikið við dóttur sína vegna verkja, en hún og unnusti hennar, Þorri, eignuðust dótturina Dalrúnu Ingu árið 2017. Bríet segir stuðning Þorra hafa verið ómetanlegan, en hún hafi oft ekki getað leikið við dóttur þeirra, Dalrúnu Ingu, sökum verkja.AðsendUnnustinn verið klettur í gegnum ferlið „Ég á honum ótrúlega mikið að þakka, hann þurfti að taka mikið á sig þegar ég gat lítið gert vegna verkja og stuðningurinn frá honum hefur verið ómetanlegur. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að lifa með svona verkjuðum einstakling,“ segir Bríet um unnusta sinn, sem hún segir hafa verið klettinn sinn í gegnum allt ferlið. Bríet hefur verið í veikindaleyfi frá því í febrúar eftir að hún hneig niður sökum verkja í vinnu en hún starfar sem rafvirki í háspennuvirki Alcoa Fjarðaráls. Hún segir stuðninginn frá vinnustaðnum ómetanlegan en í raun hafi þau ákveðið að senda hana í veikindaleyfi þar sem hún var óvinnufær vegna verkja og á barmi taugaáfalls. Hún sér loksins fram á bjartari tíma núna en í dag byrjar hún í fimm vikna endurhæfingu hjá Þraut, sem er miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma. Hún hefur aðeins heyrt góða hluti um starfið sem unnið er þar og er bjartsýn á framhaldið, þrátt fyrir að það sé erfitt að vera frá eiginmanni og dóttur í fimm vikur á meðan endurhæfingu stendur. „Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá fólki, bæði vinum og fólki sem ég þekki ekkert, og það hefur hjálpað mikið. Það er mjög erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi svo það er mjög dýrmætt að fá svona jákvæð viðbrögð.“Hér að neðan má lesa færslu Bríetar í heild sinni. Heilbrigðismál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Bríet Ósk Moritz hafði upplifað mikla verki í sautján ár þegar hún var loksins greind með vefjagigt, 27 ára gömul. Hún segir lækna hafa tengt verkina við yfirþyngd og hún hafi ekki fengið þá greiningu sem þurfti til fyrr en hún missti hátt í sextíu kíló. Í færslu sem Bríet birtir á Facebook-síðu sinni segist hún hafa farið úr því að vera í yfirþyngd yfir í það að vera manneskja. Hún hafi verið tíu ára gömul þegar hún fékk fyrst að heyra frá læknum að ástæða verkjanna væri einfaldlega sú að hún væri of þung. „Þegar ég var búin að missa þessi kíló var mér loksins sinnt sem manneskju en ekki bara feitri stelpu sem þurfti að létta sig,“ segir Bríet í samtali við Vísi. Í fyrsta sinn leituðu læknar að raunverulegri ástæðu verkjanna og hún látin fara í frekari rannsóknir. Í ljós kom að Bríet þjáðist af alvarlegri vefjagigt og segir hún það hafa verið létti að fá loksins ástæðu verkjanna. Eftir þyngdartapið hafi verið erfitt að horfast í augu við það að verkirnir væru enn til staðar, og í raun mun verri en áður. Töfralausnin sem læknar höfðu talað um reyndist vera engin lausn á vandamálinu.Samfélagslegt vandamál sem einskorðast ekki við heilbrigðiskerfið Bríet segir lækna oft hafa verið búna að greina hana áður en hún gat lýst verkjunum og ástandinu sem hafði verið viðvarandi í öll þessi ár. Þá segir hún viðmótið gagnvart fólki í yfirþyngd vera almennt neikvætt, hún hafi ekki aðeins fengið athugasemdir um holdafar sitt frá læknum heldur frá samfélaginu öllu. „Yfirhöfuð er það þannig að það er allt annað viðmót. Fólk sem hefur misst svona mörg kíló upplifir það að því sé loksins tekið sem manneskju, það er eins og maður sé meira virði. Það er náttúrulega fáránlega sorglegt því maður er sama manneskjan,“ segir Bríet. Hún segir þessi sautján ár af verkjum hafa verið erfiðan tíma og hún hafi í raun og veru þurft að fara í gegnum lífið „á hnefanum“. Verkirnir hömluðu henni í daglegu lífi og það hafi verið sérstaklega sárt að geta oft ekki leikið við dóttur sína vegna verkja, en hún og unnusti hennar, Þorri, eignuðust dótturina Dalrúnu Ingu árið 2017. Bríet segir stuðning Þorra hafa verið ómetanlegan, en hún hafi oft ekki getað leikið við dóttur þeirra, Dalrúnu Ingu, sökum verkja.AðsendUnnustinn verið klettur í gegnum ferlið „Ég á honum ótrúlega mikið að þakka, hann þurfti að taka mikið á sig þegar ég gat lítið gert vegna verkja og stuðningurinn frá honum hefur verið ómetanlegur. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að lifa með svona verkjuðum einstakling,“ segir Bríet um unnusta sinn, sem hún segir hafa verið klettinn sinn í gegnum allt ferlið. Bríet hefur verið í veikindaleyfi frá því í febrúar eftir að hún hneig niður sökum verkja í vinnu en hún starfar sem rafvirki í háspennuvirki Alcoa Fjarðaráls. Hún segir stuðninginn frá vinnustaðnum ómetanlegan en í raun hafi þau ákveðið að senda hana í veikindaleyfi þar sem hún var óvinnufær vegna verkja og á barmi taugaáfalls. Hún sér loksins fram á bjartari tíma núna en í dag byrjar hún í fimm vikna endurhæfingu hjá Þraut, sem er miðstöð vefjagigtar og tengdra sjúkdóma. Hún hefur aðeins heyrt góða hluti um starfið sem unnið er þar og er bjartsýn á framhaldið, þrátt fyrir að það sé erfitt að vera frá eiginmanni og dóttur í fimm vikur á meðan endurhæfingu stendur. „Ég hef fengið óteljandi skilaboð frá fólki, bæði vinum og fólki sem ég þekki ekkert, og það hefur hjálpað mikið. Það er mjög erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni svona lengi svo það er mjög dýrmætt að fá svona jákvæð viðbrögð.“Hér að neðan má lesa færslu Bríetar í heild sinni.
Heilbrigðismál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira