Sport

Björgvin Karl í góðum málum fyrir lokadaginn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd/Instagram/bk_gudmundsson

Björgvin Karl Guðmundsson situr í 3. sæti eftir þriðja keppnisdag á heimsleikunum í CrossFit. Hann er því í góðri stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdag sem fram fer á morgun. 

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 5. sæti eftir daginn og Þuríður Erla Helgadóttir er í 9. sæti.

Enn er ekkert búið að tilkynna hvaða æfingar verða á morgun eða hversu margar. Því er ekkert hægt að segja til um það hvernig þetta gæti farið og allt opið eins og er. Ef Katrín Tanja á góðan dag á morgun þá gæti vel farið svo að hún endi á verðlaunapalli. 

Vísir er með beina textalýsingu sem og beina útsendingu frá leikunum en þeir eru einnig sýndir á Stöð 2 Sport 3. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.