Sport

Annie Mist og Ragnheiður Sara dottnar út

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara keppa allar á heimsleiknum í ár.
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara keppa allar á heimsleiknum í ár. Fréttablaðið/Ernir
Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafa báðar lokið keppni á heimsleikunum í CrossFit fer fara fram í Madison í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum. 

Annie og Ragnheiður náðu ekki að gera nógu vel í spretthlaups æfingu sem fram fór nú fyrr í dag. 

Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig aftur á móti mjög vel í spretthlaupinu og situr í 6. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir komst einnig í gegnum niðurskurðinn og er í 9. sætinu. 

Björgvin Karl Guðmundsson fór létt með hlaupið og eftir það hoppar hann upp í 4. sæti. Keppni heldur áfram og tvær æfingar eru eftir í dag.

Við minnum á að Vísir er með beina textalýsingu sem og beina útsendingu ásamt því að leikarnir eru sýndir á Stöð 2 Sport 3. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.