Sport

Annie Mist og Ragnheiður Sara dottnar út

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara keppa allar á heimsleiknum í ár.
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara keppa allar á heimsleiknum í ár. Fréttablaðið/Ernir

Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafa báðar lokið keppni á heimsleikunum í CrossFit fer fara fram í Madison í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum. 

Annie og Ragnheiður náðu ekki að gera nógu vel í spretthlaups æfingu sem fram fór nú fyrr í dag. 

Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig aftur á móti mjög vel í spretthlaupinu og situr í 6. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir komst einnig í gegnum niðurskurðinn og er í 9. sætinu. 

Björgvin Karl Guðmundsson fór létt með hlaupið og eftir það hoppar hann upp í 4. sæti. Keppni heldur áfram og tvær æfingar eru eftir í dag.

Við minnum á að Vísir er með beina textalýsingu sem og beina útsendingu ásamt því að leikarnir eru sýndir á Stöð 2 Sport 3. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.