Sport

Mótorhjól bönnuð á Pikes Peak

Finnur Thorlacius skrifar
Mótorhjólamaður á fullri ferð upp Pikes Peak fjallið í Colorado
Mótorhjólamaður á fullri ferð upp Pikes Peak fjallið í Colorado Fréttablaðið
Mótshaldarar þekktustu fjallaklifurkeppni heims á bílum og mótorhjólum, Pikes Peak í Colorado, hafa ákveðið að útiloka mótorhjól frá keppninni frá og með næsta ári.

Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að einn kunnasti mótorhjólakappi heims, Carlin Dunne, lét lífið við æfingar upp fjallið.

Það grátlega við andlát Dunne var að hann átti aðeins um 20 metra eftir að markinu á toppi fjallsins er hann ók mótorhjóli sínu yfir vegrið og steyptist niður fjallið með þessum hörmulegu afleiðingum. Hafði Dunne þá lokið þeim 156 beygjum sem eru upp fjallið á Ducati Street-f ighter V4 Prototype-hjóli sínu.

Carlin Dunne er fjórði mótorhjólamaðurinn sem lætur lífið við æfingar eða keppni á Pikes Peak-fjallinu í 97 ára sögu klifurkeppninnar.

Alls eru dauðsföllin aðeins 6 bæði á bílum og mótorhjólum. Því þykir mótshöldurum nóg um öll þessi dauðsföll á mótorhjólum en þrjú þeirra hafa orðið frá árinu 2012. Ekki er útséð með það hvort bann við keppni á mótorhjólum í Pikes Peak-keppninni verður til frambúðar en að minnsta kosti verður bannið í gildi í keppninni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×