Sport

Íslendingar búnir að vinna til fyrstu gullverðlaunanna í Berlín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nöfnurnar Eyrún Ýr og Eyrún Ýr Pálsdóttir.
Nöfnurnar Eyrún Ýr og Eyrún Ýr Pálsdóttir. VÍSIR/MHH
Íslendingar eru byrjaðir að vinna til gullverðlauna á HM íslenska hestsins í Berlín.

Mjallhvít frá Þverholtum, sem Þórður Þorgeirsson sýndi, vann gull í flokki fimm vetra hrossa.

Eyrún Ýr Pálsdóttir á nöfnu sinni Eyrúnu Ýri, vann sömuleiðis gull í dag.

Í flokki fimm vetra stóðhesta vann Kolgrímur Grímsson fran Gunvarbyn í Svíþjóð gull. Sýnandi er Daníel Jónsson.

Nánar má lesa um gang mála á HM íslenska hestsins á vefsíðu Eiðfaxa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×