Sport

Íslendingar búnir að vinna til fyrstu gullverðlaunanna í Berlín

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nöfnurnar Eyrún Ýr og Eyrún Ýr Pálsdóttir.
Nöfnurnar Eyrún Ýr og Eyrún Ýr Pálsdóttir. VÍSIR/MHH

Íslendingar eru byrjaðir að vinna til gullverðlauna á HM íslenska hestsins í Berlín.

Mjallhvít frá Þverholtum, sem Þórður Þorgeirsson sýndi, vann gull í flokki fimm vetra hrossa.

Eyrún Ýr Pálsdóttir á nöfnu sinni Eyrúnu Ýri, vann sömuleiðis gull í dag.

Í flokki fimm vetra stóðhesta vann Kolgrímur Grímsson fran Gunvarbyn í Svíþjóð gull. Sýnandi er Daníel Jónsson.

Nánar má lesa um gang mála á HM íslenska hestsins á vefsíðu Eiðfaxa.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.