Sport

Ísland fær aftur CrossFit mót en nú fer það fram í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara kepptu allar á heimsleiknum í ár en engin þeirra var með á CrossFit mótinu á Íslandi fyrr á þessu ári. Kannski breytist það á mótinu sem verður í mars.
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara kepptu allar á heimsleiknum í ár en engin þeirra var með á CrossFit mótinu á Íslandi fyrr á þessu ári. Kannski breytist það á mótinu sem verður í mars. Fréttablaðið/Ernir
Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram.Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði.Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli.Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum.CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó.Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150.Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin.Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.