Kelly McGillis veit af hverju hún er ekki í nýju Top Gun: „Ég er gömul og ég er feit“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 10:37 Kelly McGillis kvaddi sviðsljósið fyrir löngu. Getty/IMDB Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig. Hollywood Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig.
Hollywood Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira