Innlent

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli klukkan 14:15 í dag.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli klukkan 14:15 í dag. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Torfajökli klukkan korter yfir tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur hrina staðið yfir á svæðinu frá því í nótt þar sem minni skjálftar hafa mælst. Stærsti þeirra var 2,1 að stærð en hinir öllu minni.

Á vef veðurstofunnar kemur fram að um 450 jarðskjálftar hafi mælst í síðustu viku, dagana 8. til 14. júlí. Stærsti skjálftinn varð þann12. júlí kl. 16:41 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni, 3,2 að stærð. Jarðskjálftahrina var á Reykjaneshrygg, tveir skjálftar voru 3,1 að stærð. Svipuð virkni var í Öræfajökli í þessari viku og síðustu viku. Talsvert fleiri skjálftar mældust í Mýrdalsjökli þessa vikuna miðað við fyrri viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.