Innlent

Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.
Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. Reykjavík sé rík af landi og ótækt sé að velja staðsetningu nálægt starfsemi þar sem unnið er með fólk í bata.

Í fréttum okkar fyrr í mánuðinum sögðu við frá því að fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa, sem ætluð eru fyrir heimilislausa einstaklinga sem margir hverjir búa við fjölþættan vanda. Bent var á að smáhýsin eigi að rísa mitt á milli áfangaheimilis og AA fundasala.

Á fundi borgarráðs á fimmtudag lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins fram bókun þess efni að úrræði af þessu tagi séu mikilvæg, enda fjöldi heimilislausra tvöfaldast á fáum árum. En andmælin sem komið hafa fram séu sterk frá aðilum sem séu að vinna í bataferli og hlusta þurfi á sjónarmiðþeirra.

„Við virkilega vonum það að það verði fundin önnur staðsetning hérna fyrir þessi hýsi. Okkur finnst mjög mikilvægt að hlustað sé á þá sem starfa hér nálægt í Draumasetrinu og Alanó. Hvar sú lausn er höfum við ekki. Við vitum bara að Reykjavík á gríðarlegt landsvæði og því ætti ekki að vera vandræði með að finna staðsetningu sem er heppilegri en þessi,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Í Draumasetrinu búa um 40 fyrrverandi fíklar sem eru að stíga sín fyrstu skref í bata.

Núer búiðaðsamþykkja deiliskipulag, sérðu aðþessu verði breytt héðanífrá?

„Ég vona það, ég vona það heitt og innilega að þessu verði breytt. Hér hafa komið svo réttmætar gagnrýnisraddir. Við verðum að hlusta og gera þetta í eins mikill sátt og við getum. Ég tel að það sé ekki verið að gera það í þessu tilfelli hérna,“ segir hún.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×