Fótbolti

Gekk í raðir Barcelona níu ára en sjö árum síðar er hann kominn til PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Simons í leik með U16-ára landsliði Hollands.
Simons í leik með U16-ára landsliði Hollands. vísir/getty

PSG tilkynnti í gær að félagið hafi náð samkomulagi við undrabarnið, Xavi Simons, en hinn hollenski Simons hefur skrifað undir þriggja ára samning við frönsku meistaranna.

Fyrr í gær tilkynnti Simons sjálfur að hann hafi ákveðið að framlengja ekki samning sinn við spænska félagið en hann gekk í raðir Barcelona einungis níu ára gamall.

Hann hefur verið í U15 og U16 ára landsliðum Hollands en hefur nú fært yfir til Frakklands. Umboðsmaður Simons er enginn annar en hinn umdeildi umboðsmaður, Mino Raiola, sem er einnig umboðsmaður til að mynda Paul Pogba.
Börsungar voru tilbúnir að gefa Simons samning sem hljóðaði upp á hundrað þúsund evrur yfir heilt tímabil, rúmar þrettán milljónir, en hann ákvað frekar að færa sig yfir til Frakklands.

Það verður fróðlegt að fylgjast áfram með þessum ofur efnilega leikmanni í Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.