Sport

Anton Sveinn McKee tryggði sér farseðilinn á ÓL í Tokýó 2020

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee er kominn inn á ÓL 2020.
Anton Sveinn McKee er kominn inn á ÓL 2020. Mynd/Sundsamband Íslands

Anton Sveinn McKee varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó á næsta ári. Anton náði Ólympíulágmarkinu um leið og hann tryggði sig inn í milliriðla í 200 metra bringusundi.

Anton Sveinn McKee synti 200 metra bringusundi á 2:10,32 mínútum í nótt en Ólympíulágmarkið í greininni er 2:10,35 mínútur. Anton náði sextánda besta tímanum í undanriðlinum.

Íslandsmet Antons í þessari grein er 2.10.21 mínútur en því náði hann á HM í Kazan í ágúst 2015.

Anton Sveinn er um leið fyrsti sundmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Gwangju í Suður-Kóreu sem kemst áfram í milliriðli en Íslandsmet hans ío 50 og 100 metra bringusundi dugðu ekki til þess.

Anton var glaður eftir sundið sagðist hafa synt sitt sund yfirvegað sem hafi skilað sér í lokin. Í kvöld þurfi hann svo að vinna með rennslið og hraðann. Anton Sveinn keppir í milliriðlinum klukkan 11.00 að íslenskum tíma.Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Mynd/ssí/Simone Castrovillari

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti líka síðari greinina sína á HM50. Hún kláraði 100 metra skriðsund á 57,34 sekúndum sem er í takti við þá tíma sem hún hefur náð á þessu ári.

Sundið hennar var ágætlega útfært en hægara en hún ætlaði sér. Hennar besti tími til þessa í greininni er 56,31 sekúndur síðan á danska meistaramótinu sumarið 2018.

Snæfríður var jákvæð eftir sundið, hún tekur þessa þátttöku með í reynslubankann, nú þegar hún hefur undirbúning fyrir Evrópumeistaramótið í 25 metra braut sem verður í Glasgow í desember.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.