Tónlist

Ungir drengir slá í gegn með Blóð­mör

Sylvía Hall skrifar
Þrátt fyrir ungan aldur eru þessir piltar að gera það gott í tónlistarheiminum.
Þrátt fyrir ungan aldur eru þessir piltar að gera það gott í tónlistarheiminum. Blóðmör
Hljómsveitin Blóðmör hefur verið á mikilli siglingu eftir að sveitin sigraði Músíktilraunir í vor. Nú hafa þeir gefið út plötuna Líkþorn sem inniheldur fimm lög en upptökur á plötunni hófust í fyrrahaust.Platan seldist upp á einum degi en hún er einnig aðgengileg öllum sem vilja á netinu án endurgjalds. Það er því ljóst að mikil eftirspurn er eftir sveitinni sem mun koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað um helgina. Því næst mun hljómsveitin spila á tónlistarhátíðinni Westerpop í Hollandi og á Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina.Sveitin kom saman árið 2016 en drengirnir þrír eru allir undir tvítugu. Haukur Þór Valdimarsson, sautján ára, spilar á rafgítar og syngur, Matthías Stefánsson, einnig sautján ára, spilar á rafbassa og syngur og þá spilar aldursforsetinn, Ísak Þorsteinsson sem er átján ára, á trommur.Platan inniheldur lögin Líkþorn, Klósettið, Skuggalegir menn, Frumskógurinn og Barnaníðingur.Hægt er að hlusta á Líkþorn í spilaranum hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.