Fótbolti

Ajax og Juventus ná samkomulagi um De Ligt

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt og Ronaldo verða því samherjar á næstu leiktíð.
De Ligt og Ronaldo verða því samherjar á næstu leiktíð. vísir/getty
Juventus færist nær og nær því að klófesta varnarmanninn Matthijs De Ligt, varnarmann Ajax, en Sky Sports á Ítalíu hefur heimildir fyrir þessu.Ítölsku meistararnir hafa hækkað tilboð sitt í hinn nítján ára gamla varnarmann og er talið að félögin hafi náð samkomulagi um verðmiðann í gær.De Ligt er ekki með félögum sínum í Austurríki þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi tímabil en PSG og Barcelona höfðu einnig áhuga á þessum frábæra varnarmanni.

Juventus og varnarmaðurinn knái hafa nú þegar náð saman um kaup og kjör. Talið er að hann muni þéna tæplega ellefu milljónir punda á ári hjá Juventus auk bónusa.Fyrsta boð Juventus hljóðaði upp á rúmlega 58 milljónir punda en hugmynd Ajax var í kringum 67 milljónir punda. Ekki hefur verið gefið upp verðmiðinn sem félögin hafa samþykkt nú.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.