Þrír í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. júlí 2019 18:30 Þrír eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Það er líklega mesta magn metamfetamíns sem haldlagt hefur verið í einu hér á landi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að mögulega séu merki um að neysla metamfetamíns sé að færast í vöxt en fíkniefnið er eitt það skaðlegasta sem er í umferð. Mennirnir, sem eru íslenskir ríkisborgarar, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þann 28. júní grunaðir um að hafa smyglað inn um 2 kílóum af metamfetamíni til landsins. Þeir komu frá Kanada og í farangri þeirra fundust styttur sem innihéldu pakkningar af efninu. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum. Um er að ræða hreint kristallað metamfetamín. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Metamfetamín er sterkara og hættulegra en amfetamín, en í gegnum árin hefur neysla amfetamíns verið heldur mikil hér á landi. „Það er áhyggjuefni að það skuli vera þetta mikið magn af metamfetamíni. Það vekur upp hugsanir um það að það þurfi að skoða það alveg sérstaklega, einkarlega með tilliti til þess hvort það sé að færast í aukana að það sé verið að flytja inn metamfetamín,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að henni miði vel. Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Þrír eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Það er líklega mesta magn metamfetamíns sem haldlagt hefur verið í einu hér á landi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að mögulega séu merki um að neysla metamfetamíns sé að færast í vöxt en fíkniefnið er eitt það skaðlegasta sem er í umferð. Mennirnir, sem eru íslenskir ríkisborgarar, voru handteknir á Keflavíkurflugvelli þann 28. júní grunaðir um að hafa smyglað inn um 2 kílóum af metamfetamíni til landsins. Þeir komu frá Kanada og í farangri þeirra fundust styttur sem innihéldu pakkningar af efninu. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum. Um er að ræða hreint kristallað metamfetamín. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Metamfetamín er sterkara og hættulegra en amfetamín, en í gegnum árin hefur neysla amfetamíns verið heldur mikil hér á landi. „Það er áhyggjuefni að það skuli vera þetta mikið magn af metamfetamíni. Það vekur upp hugsanir um það að það þurfi að skoða það alveg sérstaklega, einkarlega með tilliti til þess hvort það sé að færast í aukana að það sé verið að flytja inn metamfetamín,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að henni miði vel.
Keflavíkurflugvöllur Lyf Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira