Íslenski boltinn

Ragna Lóa: „Sagði að ég myndi hætta sem þjálfari ef þær myndu ekki skora“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR hefur unnið báða leikina undir stjórn Rögnu Lóu.
KR hefur unnið báða leikina undir stjórn Rögnu Lóu. vísir/daníel þór
„Þetta var geggjaður leikur og gaman í seinni hálfleik að skora fjögur mörk, við höfum verið að ströggla við markaskorun svo þetta var geggjað,“ sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari KR, um sín fyrstu viðbrögð eftir sigurinn á HK/Víkingi, 4-2, í kvöld.

Varðandi markið sem KR fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks þá var stutt í grínið hjá Rögnu Lóu.

„Ég sagði við þær að ég myndi hætta sem þjálfari ef þær myndu ekki skora nokkur mörk í seinni hálfleik og þær vilja greinilega halda mér,“ sagði Ragna kímin að leik loknum en KR skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik og hefði hæglega geta skorað fleiri í Frostaskjólinu í kvöld.

KR er í 5. sæti deildarinnar og komið í undanúrslit bikarsins. Markmið liðsins eru skýr að mati núverandi þjálfara.

„Við ætlum að taka Þór/KA á laugardaginn og þar með alla leið í bikarúrslit. Svo ætlum við að enda þægilega um miðja deild. Þetta er það sem við KR-ingar stefnum að í dag,“ sagði Ragna Lóa að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×