Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti um helgina á móti sem fram fór í Montreal í Kanada og er hluti af heimsbikarmótaröðinni sem er sterkasta mótaröð heims í þríþraut.
Keppt var í sprettþraut en þá eru syntir 750 metrar, hjólaðir 20 kílómetrar og að lokum fimm kílómetrar hlaupnir. Alls kepptu 35 keppendur en Guðlaug Edda hóf keppni aftast þar sem hún var með lökustu stöðu á heimslistanum af þátttakendum mótsins.
Sundið gekk vel hjá Guðlaugu Eddu en hún synti á tímanum 9:26 mínútur og var hún í sjöunda sæti þegar kom að hjólreiðunum. Þar gekk ekki eins vel hjá henni og var hún aftarlega í hjólreiðahlutanum.
Guðlaug Edda náði vopnum sínum á nýjan leik í hlaupinu sem hún hóf af miklum krafti og náði að sama skapi góðum endaspretti. Skilaði það henni í 26. sæti.
Langtímamarkmið hennar er að verða fyrsta íslenska konan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum í þríþraut þegar keppt verður í Tókýó næsta sumar.
Guðlaug Edda stóð sig vel
Hjörvar Ólafsson skrifar

Mest lesið

ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM
Körfubolti

Þjálfarinn þóttist vera þrettán ára stelpa
Körfubolti








Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær
Enski boltinn