Sport

Heimsþekktri boxhetju bjargað úr brennandi bát

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wladimir Klitschko.
Wladimir Klitschko. Getty/ Dan Mullan
Wladimir Klitschko, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, komst í hann krappann í sumarfríi sínu og þurfti á endanum að fá aðstoð frá spænsku strandgæslunni.Eldur kviknaði í lúxussnekkju kappans þegar hann var á ferð með fjölskyldu sinni og vinum úti fyrir ströndum Mallorca á Miðjarðarhafinu.„Engar áhyggjur, það er í lagi með alla,“ skrifaði Wladimir Klitschko á Twitter.Klitschko er nú 43 ára gamall en hann setti boxhanskana upp á hillu árið 2017.Úkraínumaðurinn vann 64 af 69 bardögum sínum á ferlinum. Hann tapaði þeim síðasta sem var á móti Anthony Joshua í apríl 2017.Wladimir Klitschko sagði frá ævintýri sínu á Twitter og birti einnig myndband af björgunaraðferðunum.„Ferðin okkar á sunnudaginn endaði með að það kviknaði í bátnum okkar og strandgæslan og slökkviliðið þurfti að bjarga fjölskyldu og vinum upp á land,“ skrifaði Wladimir Klitschko á Twitter.Wladimir Klitschko varð Ólympíumeistari í þungavigt í Atlanta árið 1996 og vann einnig heimsmeistarakeppni hermanna árið 1995.Hann náði því að halda heimsmeistaratitli sínum í þungavigt í 4382 daga og er talinn vera einn af betri þungavigtarköppum í boxsögunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.