Sport

Guðbjörg bætti tveggja tíma gamalt Íslandsmet Tiönu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg Jóna.
Guðbjörg Jóna. mynd/frí

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti Íslandsmetið í 100 metra spretthlaupi á sterku unglingamóti í Þýskalandi í dag.

Fyrr í dag sló Tíöna Ósk Whitworth Íslandsmetið á tímanum 11,57 í undanrásunum en Guðbjörg gerði betur og hljóp úrslitahlaupið á 11,56 sekúndum.

Guðbjörg kom sú fyrsta í mark en Tíana var sekúndubroti á eftir Guðbjörgu. Hún kom önnur í mark á sama tíma og í undanrásunum.

Stelpurnar hafa verið að hlaupa frábærlega úti í Þýskalandi en þær hafa hlaupið fjórum sinnum undir gamla Íslandsmetinu sem var 11,63 sekúndur.

Það met hafði staðið í fimmtán ár en myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.