Enski boltinn

Ferdinand vill verða fyrsti yfirmaður knattspyrnumála hjá United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferdinand hress.
Ferdinand hress. vísir/getty

Rio Ferdinand, fyrrum enskur landsliðsmaður og leikmaður Manchester United, er áhugasamur um að verða fyrsti yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United.

Ferdinand, sem eyddi tólf árum sem leikmaður hjá félaginu, er einn af þeim sem er talinn koma til greina í þetta nýa starf hjá félaginu.

Ed Woodword, stjórnarformaður United, er talinn hafa rætt um stöðuna við Ferdinand en fyrrum miðvörðurinn segir að hann viti enn ekki hvað framtíðin beri í skauti sér.
„Þetta veltur allt á umfangi starfsins. Ég held að útlínurnar hafa ekki verið settar af United um að þetta sé starfið og hérna er verkefnalýsingin. Ég held að það sé enn verið mikið að ræða þetta,“ sagði Ferdinand.

„Þetta er risa stórt starf. Þú getur ekki logið og sagt að þetta starf kveiki ekki í þér,“ sagði miðvörðurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.