Innlent

Magnús skipaður fram­kvæmda­stjóri Vatna­jökuls­þjóð­garðs

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Guðmundsson hefur stýrt Landmælingum Íslands frá 1999.
Magnús Guðmundsson hefur stýrt Landmælingum Íslands frá 1999. stjórnarráð íslands

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Magnús Guðmundsson í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 11. júní síðastliðinn. Hann hefur verið settur framkvæmdastjóri þjóðgarðsins síðasta ár.

Í tilkynningu á vef umhverfisráðuneytisins kemur fram að Magnús hafi verið forstjóri Landmælinga Íslands (LMÍ) á Akranesi frá 1. janúar 1999 þar til hann tók við núverandi embætti.

„Magnús hefur verið virkur í alþjóðlegu samstarfi sem forstjóri LMÍ og var hann m.a. forseti Eurogeographics 2007-2009, en það eru samtök korta- og fasteignastofnana Í Evrópu. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í norrænu samstarfi kortastofnana og samstarfi tengdu Norðurskautsráðinu. Meðfram störfum sínum hefur Magnús verið virkur í félagsmálum og var hann m.a. formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana frá 2009-2014 og í stjórn þess félags frá 2017-2019. Magnús tengist íþróttahreyfingunni einnig sterkum böndum og er hann nú formaður Knattspyrnufélags ÍA á Akranesi.

Magnús er giftur Guðrúnu Guðbjarnadóttur grunnskólakennara og eru þau búsett á Akranesi með fjölskyldu.

Embætti forstjóra Landmælinga Íslands var auglýst í maí sl. og sóttu tveir um stöðuna, Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri stofnunarinnar, og Reynir Jónsson cand. oecon í viðskiptafræði,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.