Sport

„Heppinn að vera á lífi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Froome heldur í jákvæðnina
Froome heldur í jákvæðnina mynd/twitter

Einn besti hjólreiðamaður heims, Chris Froome, segist vera heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í alvarlegu slysi á dögunum.

Froome hjólaði á vegg á 54 km/klst á æfingu fyrir Criterium du Dauphine hjólreiðarnar í Frakklandi og braut fjölmörg bein í líkama sínum, meðal annars brákaði hann bein í hálsi.

Hinn 34 ára Froome hefur unnið Tour de France fjórum sinnum en hann mun líklega þurfa að láta hljólið vera í sex mánuði að mati skurðlæknis hans samkvæmt frétt BBC.

„Ég veit hversu heppinn ég er að vera hér,“ sagði Bretinn í tilkynningu.

„Það er langur vegur af endurhæfingu fram undan, en sú endurhæfing hefst núna og ég er með hugann við það að snúa aftur í mitt besta form.“

Froome mun verða næstu sex vikurnar á spítala en læknar hans eru ánægðir með stöðuna á hjólreiðamanninum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.