Innlent

18 stig og létt­skýjað á höfuð­borgar­svæðinu á 17. júní

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessar stúlkur ættu að geta spókað sig aftur á Austurvelli á morgun, líkt og þær gerðu fyrir skömmu í góða veðrinu.
Þessar stúlkur ættu að geta spókað sig aftur á Austurvelli á morgun, líkt og þær gerðu fyrir skömmu í góða veðrinu. Vísir/vilhelm

Það hefur heldur betur orðið viðsnúningur á veðurspánni fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er lengur búist við rigningu á vestanverðu landinu, líkt og fyrri spár gerðu ráð fyrir, en þó verður líklega blautt í öðrum landshlutum, að sögn veðurfræðings.

Innt eftir því hvort rigningin sé alveg horfin úr þjóðhátíðarspánni segir Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að búast megi við rigningu eða skúrum seinnipartinn á morgun og annað kvöld víða um land, en þar séu þó undanskilin Vesturland, höfuðborgarsvæðið og mögulega Austfirðir.

Á höfuðborgarsvæðinu verður léttskýjað í fyrramálið og fram eftir degi. Þá fer hiti upp í 18-19 stig. „Flott veður,“ segir Birta. „En svo þykknar upp og verður skýjað annað kvöld, með ákveðnari norðanátt.“

Hún segir að úrkomusvæðið, sem búist var við að næði til höfuðborgarsvæðisins eftir mikla þurrkatíð og veðurblíðu undanfarnar vikur, lendi aðeins austar. Þannig sé ekki útlit fyrir rigningu í höfuðborginni næstu daga en borgarbúar gætu þó orðið varir við einhverjar skúrir seinna í vikunni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.