Þóttist vera lögga, handtók mann en þurfti aðstoð við að rata á lögreglustöðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2019 18:19 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Var mannninum gefið að sök að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótels í miðborg Reykjavíkur. Eftir leitina tilkynnti hann einum mannanna að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar.Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa séð fjóra stráka við hótelið og að einn þeirra hafi boðið honum fíkniefni. Við þetta hafi honum brugðið og það hafi fokið í hann. Sagði hann tvo af mönnunum við hótelið hafa tekið upp lögregluskírteini og sagst vera lögreglumenn. Við það hafi hann tekið skilríkin af þeim og sagt að núna væri hann löggan. Við það hafi hann teymt einn manninn að lögreglustöðinni við Hlemm, engin átök hafi átt sér stað og sagðist hann aðeins hafa verið að framkvæmda borgaralega handtöku.Lögreglustöðin við Hverfisgötu.vísir/anton brinkSá handtekni sagðist hafa óttast um líf sitt Vitnisburður fjórmenninganna sem maðurinn hitti fyrir utan hótelið var hins vegar á aðra leið. Var vitnisburður þeirra nokkuð samhljóða um það að maðurinn hefði komið upp að þeim og spurt þá hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Sagðist hann vera lögreglumaður og sýndi þeim lögregluskírteini sem hann hafði um hálsinn. Töldu þeir allir að maðurinn væri í annarlegu ástandi en að mögulegt væri að hann væri lögreglumaður.Framkvæmdi hann þá leit á þremur þeirra með því að láta þá standa upp við vegg og fór hann í gegnum vasana á fötum þeirra. Sagði hann við aðra starfsmenn sem komi aðvífandi að einn þeirra lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Tók maðurinn þá í framhandlegg þess starfsmanns hótelsins og dró hann í átt að Rauðarárstíg. Benti starfsmaðurinn þá honum á að lögreglustöðin væri í hina áttina og sneri maðurinn þá við og hélt í átt að lögreglustöðinni.Sagðist starfsmaðurinn hafa óttast um líf sitt og á einum tímapunkti hafi maðurinn reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Við komuna á lögreglustöðina var maðurinn hins vegar handtekinn. Sagði starfsmaðurinn fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á sig, hann finni fyrir óöryggi í stórum hópi fólk auk þess sem hann glímdi við áfallastreituröskun og kvíðaröskun.Maðurinn sem þóttist vera lögreglumaður var handtekinn við komuna á lögreglustöðina.Vísir/VilhelmVar ekki heimilt að framkvæma borgaralega handtöku Vitnisburður annarra vitna renndi að mati Héraðsdóms Reykjavíkur stoðum undir vitnisburð starfsmannsins sem maðurinn reyndi að handtaka. Þá bendi ekkert til þess að starfsmenn hótelsins hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem réttlæt geti aðgerðir mannsins, því hafi honum ekki verið heimil borgaraleg handtaka.Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum.Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, auk þesss sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf hann að greiða um 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, ólögmæta nauðung, gripdeild og umferðar- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn þóttist vera lögreglumaður, framkvæmdi leit á starfsmönnum hótels í Reykjavík og tók eigur starfsmanns ófrjálsri hendi. Maðurinn handtók annnan mann en þurfti aðstoð hans við að rata á lögreglustöðina við Hverfisgötu.Var mannninum gefið að sök að hafa framkvæmt leit á þremur starfsmönnum hótels í miðborg Reykjavíkur. Eftir leitina tilkynnti hann einum mannanna að hann væri handtekinn og leiddi hann út af hótelinu. Hinn ákærði ýtti þá starfsmanninum í götuna er bíll nálgaðist, gekk síðan áfram með hann að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem hinn ákærði var handtekinn skömmu síðar.Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa séð fjóra stráka við hótelið og að einn þeirra hafi boðið honum fíkniefni. Við þetta hafi honum brugðið og það hafi fokið í hann. Sagði hann tvo af mönnunum við hótelið hafa tekið upp lögregluskírteini og sagst vera lögreglumenn. Við það hafi hann tekið skilríkin af þeim og sagt að núna væri hann löggan. Við það hafi hann teymt einn manninn að lögreglustöðinni við Hlemm, engin átök hafi átt sér stað og sagðist hann aðeins hafa verið að framkvæmda borgaralega handtöku.Lögreglustöðin við Hverfisgötu.vísir/anton brinkSá handtekni sagðist hafa óttast um líf sitt Vitnisburður fjórmenninganna sem maðurinn hitti fyrir utan hótelið var hins vegar á aðra leið. Var vitnisburður þeirra nokkuð samhljóða um það að maðurinn hefði komið upp að þeim og spurt þá hvort þeir væru með spítt eða amfetamín. Sagðist hann vera lögreglumaður og sýndi þeim lögregluskírteini sem hann hafði um hálsinn. Töldu þeir allir að maðurinn væri í annarlegu ástandi en að mögulegt væri að hann væri lögreglumaður.Framkvæmdi hann þá leit á þremur þeirra með því að láta þá standa upp við vegg og fór hann í gegnum vasana á fötum þeirra. Sagði hann við aðra starfsmenn sem komi aðvífandi að einn þeirra lægi undir grun í stóru fíkniefnamáli. Tók maðurinn þá í framhandlegg þess starfsmanns hótelsins og dró hann í átt að Rauðarárstíg. Benti starfsmaðurinn þá honum á að lögreglustöðin væri í hina áttina og sneri maðurinn þá við og hélt í átt að lögreglustöðinni.Sagðist starfsmaðurinn hafa óttast um líf sitt og á einum tímapunkti hafi maðurinn reynt að fleygja honum í veg fyrir strætisvagn. Við komuna á lögreglustöðina var maðurinn hins vegar handtekinn. Sagði starfsmaðurinn fyrir dómi að málið hefði haft mikil áhrif á sig, hann finni fyrir óöryggi í stórum hópi fólk auk þess sem hann glímdi við áfallastreituröskun og kvíðaröskun.Maðurinn sem þóttist vera lögreglumaður var handtekinn við komuna á lögreglustöðina.Vísir/VilhelmVar ekki heimilt að framkvæma borgaralega handtöku Vitnisburður annarra vitna renndi að mati Héraðsdóms Reykjavíkur stoðum undir vitnisburð starfsmannsins sem maðurinn reyndi að handtaka. Þá bendi ekkert til þess að starfsmenn hótelsins hafi verið með nokkur fíkniefni eða viðhaft neina þá háttsemi sem réttlæt geti aðgerðir mannsins, því hafi honum ekki verið heimil borgaraleg handtaka.Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot fyrir atvik í októbermánuði á síðasta ári. Maðurinn ók þar bifreið undir áhrifum fíkniefna og mældist í blóði hans amfetamín, MDMA og kannabisefni. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan Hagkaup í Skeifunni og var hann með þrjár MDMA-töflur í fórum sínum.Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, auk þesss sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf hann að greiða um 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira