Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2025 12:32 Ice Cube fer með aðalhlutverkið og Iman Benson leikur dóttur hans. Hér eiga þau í myndbandssamtali meðan geimverur ráðast á jörðina Fá bókmenntaverk hafa verið aðlöguð jafn oft og heppilega líkt og vísindaskáldsaga H.G. Wells, Innrásin frá Mars. Nýjasta aðlögunin er vinsælasta kvikmyndin á streymisveitunni Prime, en virðist þó vera ansi langt frá því að falla í kramið hjá áhorfendum. Umrædd skáldsaga Wells, sem oft er kallaður faðir vísindaskáldsögunnar, heitir á frummálinu War of the Worlds, og var fyrst gefin út í lok nítjándu aldar. Eitt allra frægasta útvarpsleikrit sögunnar var aðlögun samnefnd bókinni sem Orson Welles, þá einungis 23 ára gamall, sendi út árið 1938. Leikritið var frægt af þeim sökum að það olli gríðarlegri ringulreið hjá hlustendum sem héldu margir hverjir að Marsbúar væru í raun og veru að gera árás á jörðina. Steven Spielberg og Tom Cruise á frumsýningu Árásarinnar frá Mars árið 2005.Getty Fjöldi kvikmynda hafa verið aðlagaðar eða undir miklum áhrifum innrásarinnar frá Mars. Vert er að minnast á tvær þeirra. Sú fyrri, The War of the Worlds sem var leikstýrt af Byron Haskin, er frá 1953 og þykir ansi áhrifamikil á vísindaskáldsögukvikmyndagreinina. Sú seinni, War of the Worlds, er frá 2005 en þar leikstýrði Steven Spielberg kvikmyndastjörnunni Tom Cruise. Þá gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Jeff Wayne út rokk-geimóperuplötuna Jeff Wayne's Musical Version of The War of the Worlds árið 1978, sem varð geysivinsæl meðal annars hér á landi. Þar setti stórleikarinn Richard Burton sig í hlutverk sögumanns með eftirminnilegum hætti. Eins og að verða vitni að geimárás í nútímanum? Og nú á dögunum var gefin út enn ein aðlögunin, kvikmynd á streymisveitunni Prime Video. Hún ber líka titilinn War of the Worlds. Aftur átti að sanna að þessi saga væri sannarlega sígild og var frásögnin sett í nútímalegan búning. Myndin gerist að mestu á tölvuskjá aðalpersónunnar, sem leikin er af rapparanum Ice Cube, sem fylgist með innrás geimveranna á netinu. „Það verður spennandi fyrir áhorfendur að horfa á myndina og spyrja sig: Ef geimverur myndu gera innrás í dag, hvernig myndum við upplifa það? Líklegast, værum við að horfa á það í símtækjunum okkar,“ sagði Timur Bekmambetov, framleiðandi myndarinnar við Deadline. Orson Welles ræðir við blaðamenn í kjölfar útsendingar á umdeildasta útvarpsleikriti sögunnar.Getty „Þetta er í raun nútímaleg útgáfa af Innrásinni frá Mars eftir Orson Welles. Í gamla daga notaði hann útvarpið, vinsælustu tækni þess tíma, til að fá fólk til að trúa því að innrásin væri raunveruleg. Í dag er miðillinn skjárinn á tækjunum okkar.“ Mikið fár varð vegna útvarpsleikritsins á sínum tíma og neyddist Welles til að biðjast afsökunar á blaðamannafundi daginn eftir útvaprsútsendinguna. Kannski eru líkindin milli þessa fræga útvarpsleikrits og nýju kvikmyndarinnar mest á því sviði, bæði verkin hafa fengið neikvæð viðbrögð. Ömurlegir dómar Kvikmyndin er þegar þetta er skrifað með falleinkunnina 0% á vefsíðunni Rotten Tomatos en þar er kvikmyndagagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla tekin saman. Það að vera með núll prósent í einkunn þýðir í einföldu máli að enginn gagnrýnandi, af þeim sem Rotten Tomatos tekur saman, hefur gefið hinni nýju Innrás frá Mars góðan dóm. Peter Debruge, gagnrýnandi Variety, segir útlit myndarinnar „ódýrt“ og gagnrýnir framistöðu Ice Cube sem í leik sínum bjóði einungis upp á tvo svipi: Annars vegar yggli hann sig reiðilega og hins vegar sé um að ræða yfirþyrmandi „kjarnorkuviðbrögð“. Hvorugur svipurinn er sagður nýtast honum vel í þessu hlutverki. Ed Power, gagnrýnandi Daily Telegraph, segir myndina mestu hörmung sem Prime streymisveitan hefur boðið áhorfendum sínum upp á. Allt gaman vanti í myndina sem eigi að vera mikilfengleg frásögn af innrás geimvera. Aðrir gagnrýnendur sem Rotten Tomatoes taka saman segja myndina eina þá verstu frá þessum áratug og að svo virðist sem enginn hafi unnið hart að sér við gerð myndarinnar. Tæknibrellurnar eru einn helsti skotspónn gagnrýnenda en þær þykja ekki til eftirbreytni. Gagnrýnendur eru ekki sáttir með tæknibrellurnar. En hvernig gat þetta gerst? Framleiðsla kvikmyndarinnar hófst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Þá má þess geta að áðurnefndur framleiðandi Timur Bekmambetov hefur sérhæft sig í gerð kvikmynda þar sem frásögninni vindur fram á tölvuskjá. Þessi aðferð hefur verið kölluð „Screenlife“, en hann hefur komið að gerð kvikmynanna Unfriended, Searching og Profile, sem allar beita þessari tækni, líkt og hin nýja Innrás frá Mars, Í umfjöllun The Guardian segir að markmiðið eigi að vera eins og áhorfandinn sé að fylgjast með Zoom-símtali, en niðurstaðan sé, í þessu tilfelli, eins og að kvikmyndin hafi verið klippt saman í gegnum Zoom-símtal. Myndin líti út fyrir að hafa verið klippt á örfáum mánuðum eftir að tökum lauk, en raunin virðist önnur. Hún virðist hafa verið geymd uppi í hillu um árabil áður en hún var seld til stórrar streymisveitu. Samkvæmt útreikningum miðilsins hljóti myndin að hafa staðið óáreitt í að minnsta kosti þrjú ár jafnvel þótt eftirvinna kvikmyndatökunnar hafi verið í lengri kantinum. Samkvæmt Guardian er líklegasta útskýringin á dræmu ágæti kvikmyndarinnar óreiðan sem varð til meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Kvikmyndaverin hafi verið í óðagoti og tekið margar sérkennilega ákvarðanir. „War of the Worlds virðist hafa verið gerð með Covid-hagkvæmni í huga. Myndin hagnýtti sér áhyggjur almennings af stanslausu eftirliti og leyndarmálum stjórnvalda án þess þó að hafa nokkuð að segja um nokkurn hlut,“ segir í Guardian. Þrátt fyrir allt þetta allt saman segir Forbes að þessa stundina sé War of the Worlds vinsælasta myndin á Prime-streymisveitunni. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bókmenntir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Umrædd skáldsaga Wells, sem oft er kallaður faðir vísindaskáldsögunnar, heitir á frummálinu War of the Worlds, og var fyrst gefin út í lok nítjándu aldar. Eitt allra frægasta útvarpsleikrit sögunnar var aðlögun samnefnd bókinni sem Orson Welles, þá einungis 23 ára gamall, sendi út árið 1938. Leikritið var frægt af þeim sökum að það olli gríðarlegri ringulreið hjá hlustendum sem héldu margir hverjir að Marsbúar væru í raun og veru að gera árás á jörðina. Steven Spielberg og Tom Cruise á frumsýningu Árásarinnar frá Mars árið 2005.Getty Fjöldi kvikmynda hafa verið aðlagaðar eða undir miklum áhrifum innrásarinnar frá Mars. Vert er að minnast á tvær þeirra. Sú fyrri, The War of the Worlds sem var leikstýrt af Byron Haskin, er frá 1953 og þykir ansi áhrifamikil á vísindaskáldsögukvikmyndagreinina. Sú seinni, War of the Worlds, er frá 2005 en þar leikstýrði Steven Spielberg kvikmyndastjörnunni Tom Cruise. Þá gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Jeff Wayne út rokk-geimóperuplötuna Jeff Wayne's Musical Version of The War of the Worlds árið 1978, sem varð geysivinsæl meðal annars hér á landi. Þar setti stórleikarinn Richard Burton sig í hlutverk sögumanns með eftirminnilegum hætti. Eins og að verða vitni að geimárás í nútímanum? Og nú á dögunum var gefin út enn ein aðlögunin, kvikmynd á streymisveitunni Prime Video. Hún ber líka titilinn War of the Worlds. Aftur átti að sanna að þessi saga væri sannarlega sígild og var frásögnin sett í nútímalegan búning. Myndin gerist að mestu á tölvuskjá aðalpersónunnar, sem leikin er af rapparanum Ice Cube, sem fylgist með innrás geimveranna á netinu. „Það verður spennandi fyrir áhorfendur að horfa á myndina og spyrja sig: Ef geimverur myndu gera innrás í dag, hvernig myndum við upplifa það? Líklegast, værum við að horfa á það í símtækjunum okkar,“ sagði Timur Bekmambetov, framleiðandi myndarinnar við Deadline. Orson Welles ræðir við blaðamenn í kjölfar útsendingar á umdeildasta útvarpsleikriti sögunnar.Getty „Þetta er í raun nútímaleg útgáfa af Innrásinni frá Mars eftir Orson Welles. Í gamla daga notaði hann útvarpið, vinsælustu tækni þess tíma, til að fá fólk til að trúa því að innrásin væri raunveruleg. Í dag er miðillinn skjárinn á tækjunum okkar.“ Mikið fár varð vegna útvarpsleikritsins á sínum tíma og neyddist Welles til að biðjast afsökunar á blaðamannafundi daginn eftir útvaprsútsendinguna. Kannski eru líkindin milli þessa fræga útvarpsleikrits og nýju kvikmyndarinnar mest á því sviði, bæði verkin hafa fengið neikvæð viðbrögð. Ömurlegir dómar Kvikmyndin er þegar þetta er skrifað með falleinkunnina 0% á vefsíðunni Rotten Tomatos en þar er kvikmyndagagnrýni hinna ýmsu fjölmiðla tekin saman. Það að vera með núll prósent í einkunn þýðir í einföldu máli að enginn gagnrýnandi, af þeim sem Rotten Tomatos tekur saman, hefur gefið hinni nýju Innrás frá Mars góðan dóm. Peter Debruge, gagnrýnandi Variety, segir útlit myndarinnar „ódýrt“ og gagnrýnir framistöðu Ice Cube sem í leik sínum bjóði einungis upp á tvo svipi: Annars vegar yggli hann sig reiðilega og hins vegar sé um að ræða yfirþyrmandi „kjarnorkuviðbrögð“. Hvorugur svipurinn er sagður nýtast honum vel í þessu hlutverki. Ed Power, gagnrýnandi Daily Telegraph, segir myndina mestu hörmung sem Prime streymisveitan hefur boðið áhorfendum sínum upp á. Allt gaman vanti í myndina sem eigi að vera mikilfengleg frásögn af innrás geimvera. Aðrir gagnrýnendur sem Rotten Tomatoes taka saman segja myndina eina þá verstu frá þessum áratug og að svo virðist sem enginn hafi unnið hart að sér við gerð myndarinnar. Tæknibrellurnar eru einn helsti skotspónn gagnrýnenda en þær þykja ekki til eftirbreytni. Gagnrýnendur eru ekki sáttir með tæknibrellurnar. En hvernig gat þetta gerst? Framleiðsla kvikmyndarinnar hófst árið 2020 í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Þá má þess geta að áðurnefndur framleiðandi Timur Bekmambetov hefur sérhæft sig í gerð kvikmynda þar sem frásögninni vindur fram á tölvuskjá. Þessi aðferð hefur verið kölluð „Screenlife“, en hann hefur komið að gerð kvikmynanna Unfriended, Searching og Profile, sem allar beita þessari tækni, líkt og hin nýja Innrás frá Mars, Í umfjöllun The Guardian segir að markmiðið eigi að vera eins og áhorfandinn sé að fylgjast með Zoom-símtali, en niðurstaðan sé, í þessu tilfelli, eins og að kvikmyndin hafi verið klippt saman í gegnum Zoom-símtal. Myndin líti út fyrir að hafa verið klippt á örfáum mánuðum eftir að tökum lauk, en raunin virðist önnur. Hún virðist hafa verið geymd uppi í hillu um árabil áður en hún var seld til stórrar streymisveitu. Samkvæmt útreikningum miðilsins hljóti myndin að hafa staðið óáreitt í að minnsta kosti þrjú ár jafnvel þótt eftirvinna kvikmyndatökunnar hafi verið í lengri kantinum. Samkvæmt Guardian er líklegasta útskýringin á dræmu ágæti kvikmyndarinnar óreiðan sem varð til meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Kvikmyndaverin hafi verið í óðagoti og tekið margar sérkennilega ákvarðanir. „War of the Worlds virðist hafa verið gerð með Covid-hagkvæmni í huga. Myndin hagnýtti sér áhyggjur almennings af stanslausu eftirliti og leyndarmálum stjórnvalda án þess þó að hafa nokkuð að segja um nokkurn hlut,“ segir í Guardian. Þrátt fyrir allt þetta allt saman segir Forbes að þessa stundina sé War of the Worlds vinsælasta myndin á Prime-streymisveitunni.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bókmenntir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“