Kvennalandsliðið í blaki fékk brons á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi eftir tap fyrir heimakonum í lokaleik liðsins.
Íslenska liðið var búið að tryggja sér bronsverðlaun fyrir leikinn, en með sigri hefði liðið átt möguleika á silfrinu.
Svartfjallaland náði fljótlega forskoti í fyrstu hrinu og unnu hana örugglega 25-13. Íslenska liðið byrjaði hins vegar aðra hrinu vel og var með forystuna framan af. Svartfjallaland náði að komast yfir í 10-9 og vann að lokum 25-19.
Þriðja hrina var jöfn lengi framan af en heimakonur komust í þriggja stiga forystu þegar líða tók á hrinuna 19-16. Ísland náði að jafna og voru lokamínútur leiksins spennandi en þó fór að Svartfjallaland vann hrinuna 25-21 og leikinn 3-0.
Stigahæst í liði Íslands var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir með 15 stig.
Þetta var í fjórða sinn sem Ísland nær í verðlaun í blakkeppni Smáþjóðaleikanna í kvennaflokki, tvisvar hefur Ísland fengið brons og einu sinni silfur árið 1997.
Brons í blaki eftir tap gegn Svartfjallalandi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
