Erlent

Trump full alvara með toll á Mexíkó

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Donald Trump stendur í ströngu gagnvart Mexíkó.
Donald Trump stendur í ströngu gagnvart Mexíkó. Fréttablaðið/AFP

Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að hugmyndir Donalds Trump um tolla á innfluttar vörur frá Mexíkó fúlustu alvöru. Þetta kom fram í samtali starfsmannastjórans við Fox sjónvarpsstöðina í gær.

Trump sagðist í síðustu viku ætla að leggja fimm prósenta toll á allar vörur frá Mexíkó til að þrýsta á þarlend stjórnvöld til að grípa til aðgerða vegna ólöglegra innflytjenda.

Mulvaney viðurkenndi að ekki væru til staðar áþreifanleg viðmið til að meta hvort Mexíkó væri að gera eitthvað til að takmarka fjölda innflytjenda til Bandaríkjanna frá Mið-Ameríku.

Hann sagði þó að ástandið þyrfti að lagast verulega og það fljótt. Bandarísk stjórnvöld væru reiðubúin til samvinnu um aðgerðir til að tryggja árangur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.