Fótbolti

Hjörtur og félagar í Evrópu umspil eftir sigur í lokaumferðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby.
Hjörtur í leik með Bröndby. vísir/getty
Hjörtur Hermansson stóð vaktina í vörn Bröndby sem tryggði sér sæti í umspili um Evrópusæti með 2-0 sigri á OB í dönsku deildinni í dag.

Pólski framherjinn Kamil Wilczek kom Börndby yfir sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og Mikael Uhre tvöfaldaði forystuna á 73. mínútu.

Hinn sænski Simon Hedlund fékk beint rautt spjald á 81. mínútu fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur en Bröndby vann leikinn að lokum 2-0.

Bröndby fer því í umspil og mætir þar annað hvort AGF eða Randers um laust sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en Hjörtur spilaði allan leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×