Erlent

Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar.
Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu.Þetta sagði Sara Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í dag eftir að Trump tísti í gær um orð Kim í síðustu viku um að Biden væri „fáviti með lága greindarvísitölu“ eftir að forsetaframbjóðandinn kallaði Kim einræðisherra í ræðu.Í tísti í gær sagði Trump hafa hlegið þegar hann heyrði orð Kim um Biden. Var Sanders spurð að því í sjónvarpsþættinum Meet the Press á sjónvarpstöðinni NBC hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn væru hliðhollari einræðisherra Norður-Kóreu en fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.Sagði Sanders að Trump væri ekki að taka slíka afstöðu með tísti sínu, þeir væru einfaldlega sammála.„Ég tel að þeir séu sammála í mati sínu á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden,“ sagði Sanders.

Í tístinu lýsti Trump einnig nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ en í gær fordæmdi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump,eldflaugatilraunirnar og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita

Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.